fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Pressan
Miðvikudaginn 24. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíta húsið hefur sakað starfsfólk í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á Manhattann um að hafa slökkt viljandi á rúllustiga í byggingunni í þann mund sem Donald Trump og eiginkona hans, Melania, fóru í hann.

Atvikið átti sér stað í gær og þurftu forsetahjónin að gera sér að góðu að ganga upp stiga við hlið rúllustigans til að koma sér upp á næstu hæð byggingarinnar. Telur Hvíta húsið að slökkt hafi verið viljandi á rúllustiganum til að gera lítið úr forsetahjónunum.

Karoline Leavitt, blaðafulltrúi Hvíta hússins, lét til sín taka á samfélagsmiðlinum X og deildi textabroti úr umfjöllun The Times um helgina.

Þar var greint frá því að starfsfólk Sameinuðu þjóðanna hefði grínast með að slökkva á rúllustigum og lyftum í byggingunni fyrir komu Trumps. Markmiðið hefði verið að neyða Trump til að ganga upp stiga byggingarinnar og afsaka það með þeim orðum að „peningarnir væru á þrotum”.

Eins og kunnugt er hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar og sagt að Bandaríkin beri allt of mikinn kostnað af starfseminni miðað við aðrar þjóðir.

„Ef einhver hjá Sameinuðu þjóðunum stöðvaði rúllustigann af ásetningi á þeirri stundu sem forsetinn og forsetafrúin fóru í hann, verður viðkomandi að missa starfið og sæta tafarlausri rannsókn,“ skrifaði Leavitt í færslu sinni á X.

Atvikið virðist hafa haft áhrif á andrúmsloft ræðunnar, en Trump hóf hana með því að hæðast að upplifun sinni:

„Allt sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var rúllustigi á leiðinni upp sem stöðvaðist á miðri leið […] Væri forsetafrúin ekki í frábæru formi, hefði hún hreinlega getað dottið.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og þar fyrir neðan er svo X-færsla Leavitt.

Talsmaður aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Stéphane Dujarric, sagði í tilkynningu til fréttamanna að tæknilegar ástæður lægju að baki því að rúllustiginn stöðvaðist.

Skoðun hefði leitt í ljós að myndatökumaður Hvíta hússins hafi verið sökudólgurinn.

„Rúllustiginn virðist hafa stöðvast eftir að innbyggður öryggisbúnaður virkjaðist efst í stiganum,“ sagði Dujarric. „Búnaðurinn er hannaður til að koma í veg fyrir að fólk eða hlutir festist eða dragist inn í tannhjólakerfið. Myndatökumaðurinn gæti hafa óvart virkjað þennan öryggisbúnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Í gær

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar