fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum

Pressan
Laugardaginn 27. september 2025 07:30

Machu Picchu. Mynd: EPA-EFE/Ernesto Arias

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullyrt er að raunveruleg hætta sé á því að hin forna virkisborg Inka í Andesfjöllum í Perú, Machu Picchu, glati stöðu sinni sem eitt af sjö undrum veraldar. Ástæðurnar eru sagðar vera offjölgun ferðamanna á svæðinu, slæleg varðveisla á þessu sögufræga mannvirki og róstur og átök á svæðinu. Stjórnvöld í Perú fullyrða hins vegar að þau séu að standa sig við að varðveita þessi ómetanlegu menningarverðmæti.

Þessi viðvörun kemur þó ekki frá menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, en Machu Picchu er á heimsminjaskrá stofnunarinnar, heldur frá stofnun sem stóð á fyrsta áratug þessarar aldar fyrir kosningu þar sem útnefnd voru hin nýju sjö undur veraldar. Var þetta á ensku kallað New7Wonders project og var ætlunin að nýr listi kæmi í stað eldri lista yfir sjö undur veraldar frá 16. öld en fæst þeirra voru enn uppistandandi.

Þetta kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins All That´s Interesting.

Taka ber fram að í þessu samhengi er með orðinu undur átt við sögufræg og forn mannvirki sem enn standa og þykja það merk  að hægt sé að nota orð eins og undur yfir þau.

Þau sjö undur veraldar sem valin voru í kosningunni í upphafi þesssarar aldar eru Kínamúrinn, leifar hinnar fornu borgar Petra í Jórdaníu, Kólóseum í Róm, leifar borgarinnar Chichén Itzá í Mexíkó, Taj Mahal á Indlandi, Kristsstyttan í Ríó de Janeiro og Machu Picchu en Pýramídarnir í Giza í Egyptalandi fengu úthlutað heiðurssæti á listanum en eru strangt til tekið ekki eitt af hinum sjö undrum.

Enn á heimsminjaskrá

Fari svo að New7Wonders taki Machu Picchu út af listanum þá mun borgin halda sæti sínu á heimsminjaskrá UNESCO. Í tilkynningu New7Wonders er meðal annars vísað til mótmæla á svæðinu og verkfalla sem gert hafa það að verkum að ferðamenn hafa orðið strandaglópar en mótmælendur hafa lokað samgönguleiðum að Machu Picchu. Vísað er einnig til þess að yfirvöld á svæðinu hafi haldið illa á málefnum Machu Picchu og það skorti á áætlanir um hvernig tryggja eigi sjálfbæra framtíð borgarinnar. Koma verði því í gagnið að miðað sé við alþjóðlega staðla um varðveislu fornra mannvirkja. Einnig er lýst yfir miklum áhyggjum af offjölgun ferðamanna sem sækja Machu Picchu en það stefnir í að á þessu ári verði þeir 1,5 milljón talsins og hafa þá aldrei verið fleiri.

Enn sem komið er hefur ekki verið gefið upp hvernig staðið yrði að því að taka Machu Picchu út af listanum og engar áætlanir eru enn sem komið er uppi um að velja eitthvað í staðinn.

Æðsti yfirmaður New7Wonders, Jean-Paul de la Fuente, segir markmiðið með tilkynningunni að hvetja yfirvöld í Perú til dáða við að koma málefnum Machu Picchu í gott horf. Ráðgjafi frá New7Wonders sé í landinu til að styðja stjórnvöld við að gera nauðsynlegar breytingar bæði til skamms og lengri tíma litið.

Allt í himnalagi

Menningarmáluráðuneyti Perú hefur brugðist við yfirlýsingum New7Wonders og þverneitar því að verndun Machu Picchu hafi ekki verið sinnt sem skyldi.

Ráðuneytið segir að eina alþjóðlega stofnunin sem sé hæf til að meta og greina varðveislu menningarverðmæta sé UNESCO og Machu sé ekki á lista stofnunarinnar yfir staði á heimsminjaskrá hennar sem séu í hættu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja