fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Pressan

Grikkland kynnir róttækar skattkerfisbreytingar sem eiga að snúa við varhugaverðri þróun

Pressan
Mánudaginn 8. september 2025 11:16

Kyriakos Mitsotaki/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grikkland hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir sem eiga að miða að því að takast á við yfirvofandi fólksfækkun og öldrun þjóðar. Aðgerðapakkinn er metinn á 1,6 milljarða evra, eða tæplega 240 milljarða króna, og felast aðgerðirnar meðal annars í skattaívilnun til barnafjölskyldna. Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, segir aðgerðapakkann þann róttækasta sem þjóðin hefur séð í um hálfa öld.

„Við vitum að framfærslukostnaður er eitt ef þú ert barnlaus en annað ef þú átt tvö til þrjú börn. Svo við sem þjóð þurfum að finna leiðir til að verðlauna íbúa okkar fyrir að kjósa að eignast börn,“ sagði forsætisráðherrann í gær þegar aðgerðirnar voru kynntar.

Meðal annars verða öll skattþrep lækkuð um tvö prósent á næsta ári og stefnt er að því að tekjulágar fjölskyldur með fjögur eða fleiri börn þurfi engan tekjuskatt að greiða. Eins verður reynt að sporna við því að lítil bæjarfélög leggist í eyði, svo sem með því að afnema eignaskatt.

Frjósemi Grikklendinga er ekki upp á marga fiska í dag, en á síðasta ári létu 125.423 Grikkir lífið en aðeins 62.624 fæddust. Fæðingar hafa verið færri en andlát allt frá árinu 2012. Þetta má að miklu rekja til efnahagsástandsins. Grikkland fór illa út úr hruninu og átti lengi erfitt uppdráttar með tilheyrandi kreppu og atvinnuleysi. Ástandið varð til þess að ungir Grikkir leituðu margir annað eftir tækifærum, en rúmlega 500 þúsund fluttu úr landi í leit að vinnu. Þetta voru einkum Grikkir á barnseignaraldri.

Yfirvöld óttast þessa þróun, en lág fæðingartíðni og öldrun þjóðarinnar muni leggja gífurlegt álag á lífeyris- og heilbrigðiskerfið, veikja atvinnumarkaðinn og eins stofna öryggi þjóðarinnar í hættu á óvissutímum. Frjósemi mælist í dag 1,4 barn á hverja konu, en þessi tala þarf að vera 2,1 til að viðhalda fólksfjölda. Að óbreyttu myndi Grikkjum fækka úr 10,2 milljónum í tæplega 8 milljónir fyrir árið 2050 og þá væri rúmlega þriðjungur Grikkja eldri en 65 ára.

Þessar aðgerðir eru viðbót við þær sem þegar hefur verið ráðist í en meðal annars hafa stjórnvöld komið á barnabótum og sérstökum barnabónus.

Mitsotakis lofar einnig að fjölga fasteignum á viðráðanlegu verði, svo sem með því að breyta gömlum herstöðvum í íbúðarhverfi.

The Guardian greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild
Pressan
Fyrir 5 dögum

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna