fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Pressan

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Pressan
Mánudaginn 25. ágúst 2025 07:41

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfarþegi varð vitni að hegðun samfarþega síns og deildi mynd af inn á Reddit-samfélagið.

„Af hverju? Á leiðinni til Los Angeles. Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta.“

Eins og sjá má á myndinni þá er farþegi sem situr fyrir framan hann berfættur og hvílir fótinn á sjónvarpsskjánum fyrir framan sig. 

Yfir þúsund athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndina og eru flestir á því að þetta sé sóðaleg og dónaleg hegðun.

„Þess vegna þurrka ég allt af með sprittþurrkum um leið og ég sest niður,“ segir einn í athugasemd og margir eru sammála viðkomandi og segjast alltaf ferðast með þurrkur í handfarangri. Einn segist ætla að byrja eftir að hafa séð myndina. Annar segist sakna kórónuveirufaraldursins þegar ekki þótti skrýtið að spritthreinsa allt í kringum sig.

„Ég þurrka allt sem ég kem til með að snerta með hárinu eða höndunum.“

„Ég sá einhvern skipta um bleyju á bakkaborðinu í einu flugi. Hugsið þetta eins og Greyhound-rútu í loftinu.“

„Þetta er svo ógeðslegt. Hvað er að fólki?“

Einn bendir á að láta einfaldlega flugþjón vita í svona aðstæðum, enda sé um að ræða brot á reglum Delta flugfélagsins:  „Tilkynnið flugfreyju STRAX að framfylgja þurfi reglu 7 um flutningssamning. Delta getur neitað að flytja farþega eða fjarlægt þá úr flugvél sinni í eftirfarandi tilvikum:

2) Þegar farþegi er berfættur;

8) Þegar hegðun, klæðnaður, hreinlæti eða lykt farþega skapar óeðlilega hættu á að móðga eða pirra aðra farþega.“

Ef þeir byrja að draga berfætt fólk úr flugvélum, á sama hátt og þeir gera við farþega sem virðast vera ölvaðir, þá munum við kannski sjá minna af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi