fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Pressan
Mánudaginn 18. ágúst 2025 03:11

Ghislaine Maxwell. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ghislaine Maxwell var nýlega flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas. Þetta er alríkisfangelsi fyrir konur og er það í bænum Bryan. En ekki eru allar konurnar, sem afplána dóma sína þar, ánægðar með komu hennar.

CNN skýrir frá þessu og segir að þar sem um lágmarksöryggisfangelsi sé að ræða standi föngunum eitt og annað til boða sem þeim myndi ekki standa til boða í öðrum fangelsum. Hins vegar njóti Maxwell ekki góðs af þessu.

Flestir fanganna afplána dóm fyrir hvítflippaglæpi.

Þeim stendur meðal annars til boða að taka að sér þjálfun hvolpa eða að vinna utan fangelsisins.

Eins og kunnugt er þá var Maxwell samstarfskona og unnusta barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Hún var dæmd í 20 ára fangelsi 2021  fyrir að hafa aðstoðað Epstein við að selja barnungar stúlkur í vændi.

CNN segir að margar aðrar þekktar konur afpláni dóm í fangelsinu.

Bæði föngum og starfsfólki hefur verið ráðlagt að tala varlega þegar rætt er um Maxwell.

Sam Mangel, ráðgjafi í fangelsinu, sagði í samtali við CNN að Maxwell eignist enga vini í fangelsinu því hinir fangarnir telji hana „eitraða“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa