fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Pressan

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Pressan
Laugardaginn 9. ágúst 2025 21:30

Bakaríið þar sem hin stórfurðulega árás átti sér stað. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum fór maður nokkur inn í bakarí í New Jersey í Bandaríkjunum. Til deilna kom milli hans og tveggja bræðra sem eiga bakaríið og enduðu þær með því að maðurinn stakk þá báða með hníf. Ástæða reiði mannsins í garð bræðranna er sögð vera sú að fyrir fjórum árum pantaði hann samloku sem útbúin var í bakaríinu. Hins vegar fékk maðurinn ekki egg á samlokuna eins og hann bað um heldur eggaldin.

Bakaríið heitir Baladna Bakery og er í borginni Paterson í New Jersey.

Ekki finnast fregnir af því, í fljótu bragði, að tekist hafi að handsama manninn og ekki virðist enn vitað hver hann er en athæfi hans náðist á upptöku öryggismyndavélar í bakaríinu. Bræðurnir Abed og Mohammad Assad eiga bakaríið. Maðurinn mun hafa stungið þá með dúkahníf. Sár þeirra reyndust ekki  vera lífshættuleg en voru þó töluverð. Abed skarst mikið á öðrum handleggnum og þurfti að fá umbúðir sem náðu frá úlnliðnum og að olnboganum. Mohammad var hins vegar stunginn í magann og þurfti að leggjast inn á spítala.

Mundi eftir honum

Kom maðurinn í bakaríið til að kvarta undan því að hafa fengið eggaldin á samlokuna sína fjórum árum áður en hann hélt því fram að hann hefði ofnæmi fyrir eggaldin og orðið þess vegna veikur eftir að hafa borðið samlokuna. Vinur bræðranna spyr hins vegar af hverju í ósköpunum maðurinn hafi þá klárað samlokuna.

Maðurinn sneri sér fyrst til starfsmanns í bakaríinu og bar fram kvörtun sína. Bræðurnir tóku fljótlega við og buðu manninum ókeypis pylsu og endurgreiðslu en báðu hann á endanum um að fara þegar hann hélt kvörtunum sínum áfram. Maðurinn var þó ekki á þeim buxunum og dró fram hnífinn, stakk bræðurna og flúði svo af vettvangi en ljóst þykir að maðurinn hafi búið yfir einskærum brotavilja og ekki haft raunverulegan áhuga á að leysa málið með samræðum.

Abed tjáði fjölmiðlum að hann myndi eftir manninum frá því að hann kom í bakaríið fyrir fjórum árum.

Fram kom í fjölmiðlum að árásin á bræðurna hefði vakið óhug í Paterson og að fólk í nágrenninu óttaðist um öryggi sitt og árásin hafi komið mjög á óvart enda væru bræðurnir vel liðnir í samfélagi sínu.

Vinir bræðranna og aðrir íbúar í Paterson geta ekki annað en furðað sig á því að maðurinn hafi beitt svo miklu ofbeldi vegna reiði yfir samlokupöntun frá því fyrir heilum fjórum árum síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur