fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Leitin að morðingja í Devil’s Den hert – Sex tímar liðu þar til almenningur var varaður við

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvæntingarfull leit að morðingjanum sem myrti hjón fyrir framan ungar dætur þeirra í Devil’s Den þjóðgarðinum í Arkansas í Bandaríkjunum var hert í dag, mánudag. Á sama tíma réttlættu yfirvöld af hverju það tók sex klukkustundir að láta almenning vita að tvöfaldur morðingi væri á flótta.

Fyrsta tilkynning barst með símtali á laugardag klukkan 14:30 um að árás væri í gangi í þjóðgarðinum og fyrstu viðbragðsaðilar heyrðu síðan óp. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang fundu þeir hjónin, Clinton David Brink, 43 ára, og Cristen Amanda Brink, 41 árs, látin á göngustíg í garðinum. Höfðu þau verið myrt fyrir framan dætur þeirra, sjö og níu ára, en þær fundust ómeiddar nálægt vettvangi. Fjölskyldan var nýlega flutt til Arkansas.

Clinton David Brink, 43 ára, og Cristen Amanda Brink, 41 árs.

Lögreglan gaf ekki ítarlegar upplýsingar um hvernig parið var myrt né hvenær. Hins vegar fengu fjölmiðlar tilkynningar um mikla lögregluviðveru á svæðinu klukkan 16:30, en fjölmiðlum var sagt að yfirgefa svæðið og engar upplýsingar gefnar.

Það var ekki fyrr en klukkan 20:40 um það bil sex klukkustundum eftir fyrsta útkall að lögreglan í Arkansas (ASP) sendi frá sér fyrstu viðvörunina um að umfangsmikil leit væri i gangi.

Töfin var að sögn rakin til þess hve „landslagið er ójafnt, gróðurinn þéttur og farsímasamband er ekki til staðar.“ „Staðsetningin er í afskekktu dreifbýli í Arkansas,“ sagði talsmaður ASP við 5News. „Það tók tíma fyrir rannsakendur okkar að koma á vettvang, finna vitni, taka viðtöl og vinna upplýsingar, svo við gætum birt viðeigandi upplýsingar.“

Lögreglan gaf síðan út uppfærða lýsingu á meintum geranda á sunnudag og sagði að hann hefði síðast sést í síðermaskyrtu með upprúlluðum ermum frekar en topp eins og upphaflega var greint frá. Manninum er lýst sem manni að meðalvexti, klæddur dökkum buxum, rauðri  hafnaboltahúfu og með sólgleraugu. Lögreglan sagði að hann hefði einnig verið með bakpoka og fingurlausa hanska. Sást maðurinn aka inn í garðinn í svörtum fjögurra dyra fólksbíl, hugsanlega Mözdu, með skráningarnúmerið hulið með límbandi.

Í yfirlýsingu frá þjóðgarðinum kom fram að lögreglueftirlit hefði verið aukið til að tryggja öryggi gesta.

Devil’s Den þjóðgarðurinn, sem er staðsettur í Ozark-skóginum, er ferðamannastaður sem er frægur fyrir hella sína, klettamyndanir og þúsundir hektara af skógi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“