fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið göng og holrými undir Sfinxinum heimsfræga

Pressan
Laugardaginn 12. júlí 2025 13:30

Sfinxinn er eitt þekktasta kennileiti Egyptalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugaverð kenning um tilvist leyndrar neðanjarðarborgar undir Giza-pýramídunum hefur fengið örlítinn byr, jafnvel bara andvara, undir vængi sína með niðurstöðum ítalskra og breskra rannsakenda, sem telja sig hafa fundið rúmgóð lóðrétt göng og tvö holrými undir sjálfum Sfinxinum. Uppgötvunin var kynnt á ráðstefnunni Cosmic Summit í Norður-Karólínu, þar sem gjarnan eru ræddar óhefðbundnar söguskoðanir. Hefðbundir fornleifafræðingar hafa ekki mikla trú á kenningunni.

Teymið notaði háþróaða Doppler-ratsjártækni til að freista þess að kortleggja jörðina undir Gízahásléttunni. Samkvæmt niðurstöðum þeirra hafa fundist göng með snúningsstiga, niður frá grunni Sfinxins, sem liggja niður að tveimur ferhyrndum hólfum — annað í 600 metra dýpi og hitt í rúmlega 1.200 metra dýpi.

Einn meðlimur teymisins, ratstjársérfræðingurinn Filippo Biondi fullyrðir að niðurstöðurnar bendi eindregið til umfangsmikils neðanjarðarkerfis — mögulega heillar neðanjarðarborgar. „Mannkynið á rétt á að vita hver við erum,“ sagði hann við DailyMail.com, og benti á að þekkingin gæti kollvarpað ríkjandi hugmyndum um byggingarundrin á svæðinu.

Annar meðlimur teymisins, Armando Mei sem sagður er sérfræðingur í egypskri sögu,  segir að svipuð mannvirki hafi nú verið staðfest undir öllum þremur stærstu pýramídunum. Telur hann það sanna að Giza-hásléttan hafi verið verk miklu eldri menningar en áður hefur verið talið. Hann bendir á að rannsóknir hans vísi til byggingartíma um 36.400 f.Kr. — löngu fyrir upphaf egypskrar menningar eins og hún er almennt skilgreind.

Ef fullyrðingarnar standast nánari rannsóknir myndu þær kollvarpa þeirri viðteknu skoðun að pýramídarnir hafi verið grafhýsi konunga frá því fyrir um 4.500 árum, og í staðinn benda til þess að þau séu leifar eftir týnda hámenningu sem hafi verið með háþróaða verkfræðiþekkingu.

Teymið vonast nú til að fá leyfi egypskra yfirvalda til uppgrafta undir Sfinxinum og Gízapýramídunum, til að sannreyna niðurstöður sínar. Þeir halda því einnig fram að uppgötvuðu hólfin gætu tengst goðsögninni Hall of Records, sem á að geyma forna speki og þekkingu týndrar siðmenningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir
Pressan
Fyrir 1 viku

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima