Hin 17 ára gamla Sarah Grace Patrick hringdi í neyðarlínuna í febrúar til að tilkynna um andlát móður sinnar og stjúpföður, eftir að sex ára gömul systir hennar fann líkin.
Þriðjudaginn 8. júlí urðu síðan vendingar í málinu þegar lögregluembætti Carroll-sýslu á tilkynnti á blaðamannafundi að Patrick hefði sjálfviljug gefið sig fram í tengslum við morðin á móður sinni, Kristin Brock, 41 árs, og stjúpföður, James Brock, 45 ára, þann 20. febrúar 2025.
Í fréttatilkynningu sem birt var á Facebook kom fram að fórnarlömbin hefðu látist af völdum skotsára. Lík parsins fundust í svefnherbergi þeirra við Tyus Road, samkvæmt fréttum.
Patrick hefur verið ákærð fyrir tvö morð og tvær alvarlegar líkamsárásir. Í fréttatilkynningunni var minnst á að fjöldi efnislegra og stafrænna sönnunargagna og margar yfirheyrslur hefðu leitt til ákærunnar.
„Strax eftir að neyðarsímtalið barst hófst stöðug rannsókn, sem tók marga mánuði, þúsundir klukkustunda og krafðist samstarfs lögreglu á staðnum og alríkisstigi,“ sagði í fréttatilkynningunni.
Ashley Hulsey, talskona lögregluembættis Carroll-sýslu, fjallaði um málið á blaðamannafundi. Sagði hún að Patrick yrði ákærð sem fullorðinn einstaklingur, og tók fram að yfirvöld væru enn að komast að því hvaða ástæða lægi að baki verknaðinum.
„Við vitum ekki hvað fer í gegnum hug barns sem vill meiða foreldra sína,“ sagði Hulsey við fjölmiðla.
Bendir hún á mögulega séu fleiri viðriðnir málið og í fréttatilkynningunni kemur fram að möguleiki sé á að fleiri verði handteknir vegna málsins. Hulsey svarar aðspurð að erfitt sé að segja til um hvort aðrir fjölskyldumeðlimir hafi komið að glæpnum eða reynt að hylma yfir hann. Hún bætti þó við að fjölskyldumeðlimir hefðu verið samvinnuþýðir meðan á rannsókninni stóð.
Faðir Patricks var með henni þegar hún gaf sig fram til lögreglunnar. Patrick er nú í haldi lögreglu gegn tryggingu.
Hulsey segir sex ára systur hennar vera aðalfórnarlamb þessa harmleiks. „Það sem situr eftir er að móðir og stjúpfaðir munu aldrei fá tækifæri til að ala upp börnin sín.“
„Bænir okkar eru hjá fjölskyldum James og Kristin Brock, og sérstaklega hjá ungu dóttur þeirra sem var heima á meðan þessi hræðilegi verknaður átti sér stað,“ bætti tilkynning frá lögregluembættinu við. „Við viljum einnig koma á framfæri innilegum þökkum til samfélagsins sem barðist fyrir réttlæti og gaf aldrei upp vonina.“