fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Nágrannarnir í áfalli eftir aðgerðir lögreglu

Pressan
Fimmtudaginn 19. júní 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svona mál fá mann til að vilja þekkja nágranna sína aðeins betur,“ segir íbúi í High Point í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í samtali við NBC News.

Umfangsmikil lögregluaðgerð á heimili hins 32 ára Joseph A. Rossomando leiddi til þess að 15 ára stúlka, sem hafði verið saknað í tæpt ár, fannst á lífi síðastliðinn mánudag.

Stúlkan var á heimili mannsins og hefur Joseph þessi verið ákærður fyrir fjölmörg brot, þar á meðal kynferðisbrot gegn barni, mansal og vörslu á barnaníðsefni.

Í frétt NBC News kemur fram að lögregla hafi ráðist til inngöngu á heimili mannsins eftir að hafa fengið ábendingu um að stúlkan væri hugsanlega hjá manninum.

Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar í júní í fyrra en þá var hún búsett í Reading í Pennsylvaniu.

Maðurinn er sagður hafa verið búsettur í tiltölulega rólegu hverfi innan um venjulegt fjölskyldufólk. Eru nágrannar hans skiljanlega í töluverðu uppnámi vegna málsins.

„Þetta gerir það að verkum að maður vill vera meira vakandi fyrir svona hlutum og meðvitaðri um það sem er í gangi í kringum mann,“ segir nágranni mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 6 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum