fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Þess vegna munu heimshöfin breyta um lit

Pressan
Fimmtudaginn 5. júní 2025 18:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þér finnst höfin falleg með sínum ísbláa lit nú eða með kórallit þar sem sjórinn er hlýrri þá er rétt að njóta þess nú því þau munu breyta um lit innan nokkurra áratuga.

Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Massachusetts Institute of Technology að sögn The Independent. Samkvæmt niðurstöðunum mun litur hafanna breytast vegna hlýnandi hafstrauma sem munu breyta magni svifs í þeim.

Reiknað er með að sumsstaðar verði höfin blárri en þau eru í dag en annarsstaðar verði þau græn.

Svif eru einfrumungar sem mörg sjávardýr nærast á. Aukið magn þess mun gera höfin grænni en þar sem magn svifs mun minnka verða höfin blárri.

Vísindamennirnir notuðu tölvulíkan til að meta hvernig hnattræn hlýnum mun hafa áhrif á magn svifs í höfunum. Það kom þeim á óvart að ef hnattræn hlýnun heldur áfram á þeim hraða sem nú er þá munu merki þess sjást í höfunum innan nokkurra áratuga. Fyrir lok aldarinnar mun rúmlega helmingur heimshafanna hafa breytt mikið um lit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum