fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Pressan

Tucker Carlson hefur áhyggjur af braski Trump í Mið-Austurlöndum – „Þetta virðist vera spilling.“

Pressan
Fimmtudaginn 22. maí 2025 17:30

Tucker Carlson og Trump á góðum degi í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum Fox-fréttamaðurinn Tucker Carlson þykir vægast sagt hægrisinnaður og hefur jafnan verið lukkulegur með forsetann sinn, Donald Trump – en ekki alltaf. Hann fékk góðan gest til sín í þáttinn The Tucker Carlson Show, fyrrum sjóhermanninn Shawn Ryan, en sá síðarnefndi sagðist vera að missa trúna á ríkisstjórnina.

Vissulega hefði ríkisstjórnin ráðist í þarfar aðgerðir, svo sem að berjast gegn svokölluðum DEI-aðgerðum á vinnumarkaði, sem snúast um fjölbreyttni, jafnrétti og inngildingu, og svo hert tökin á landamærunum.

Hins vegar hefði Trump lofað því að birta öll gögn í máli níðingsins Jeffrey Epstein, en það loforð hafi forsetinn ekki efnt. Eins hafði Ryan áhyggjur af viðskiptum forsetans í Mið-Austurlöndum. Fjölskylda Trump á í umfangsmiklum viðskiptum við Mið-Austurlönd en sonur forsetans, Eric Trump, hefur upplýst að til standi að reisa 80 hæða háhýsi, eða Trump-turn, í Dubai. Eins stendur til að reisa golfvöll í Katar, annan Trump-turn í Sádí-Arabíu, og Trump-hótel og gólfvöll í Óman.

Ryan velti því fyrir sér hvort að þessi viðskipti tengdust því eitthvað að konungsfjölskyldan í Katar ætlar nú að gefa bandarískum yfirvöldum lúxusþotu. Hann spurði sjónvarpsmanninn hvort hann vissi það.

„Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki þénað krónu í Mið-Austurlöndum. Ekki eina,“ sagði Carlson. Ryan bætti við að sjónvarpsmaðurinn ætti að þekkja ágætlega til en því mótmælti Carlson sem sagðist bara hafa heimsótt Mið-Austurlönd sem ferðamaður. Ryan tók fram að þessi viðskipti forsetans og fjölskyldu hans væru áhyggjuefni.

Þá kom Carlson áhorfendum sínum á óvart með því að taka undir með fyrrum hermanninum: „Já, þetta virðist vera spilling.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagafrumvarp hræðir marga – Vill banna klám

Lagafrumvarp hræðir marga – Vill banna klám
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiturlyfjakafbátar flytja dóp til Evrópu

Eiturlyfjakafbátar flytja dóp til Evrópu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin gætu misst milljarða dollara tekjur af ferðamönnum

Bandaríkin gætu misst milljarða dollara tekjur af ferðamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi fá gluggasætið í 11 klukkustunda flugferð – Svar konunnar er frábært

Vildi fá gluggasætið í 11 klukkustunda flugferð – Svar konunnar er frábært
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilja ekki af hverju fuglar í einni borg eru að drepast í hrönnum

Skilja ekki af hverju fuglar í einni borg eru að drepast í hrönnum