fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Pressan

Joe Biden fór síðast í skimun árið 2014

Pressan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 10:30

Joe Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór síðast í skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli árið 2014. Hann greindist á dögunum með „agressíft“ mein í blöðruhálskirtli og meinvörp í beinum og veltu margir fyrir sér hvers vegna meinið hefði uppgötvast svona seint.

Sjá einnig: Læknir um krabbamein Bidens – „Ég er dálítið hissa“

Ýmsum kenningum hefur verið varpað fram um málið, til dæmis að starfslið forsetans fyrrverandi hafi haldið því leyndu að Biden glímdi við krabbamein svo það hefði ekki áhrif á möguleika hans til endurkjörs í kosningunum í nóvember í fyrra.

Eins og frægt er orðið kom þó ekki til þess að Biden færi aftur fram því hann dró framboð sitt til baka í fyrrasumar og tók Kamala Harris við keflinu fyrir hönd Demókrata. Hún hafði ekki erindi sem erfiði og tapaði fyrir Donald Trump.

Í yfirlýsingu frá starfsliði Bidens í gær kom fram að Biden hefði ekki verið skoðaður sérstaklega vegna krabbameins í blöðruhálskirtli á síðustu árum. Raunar hafi það síðast gerst árið 2014.

Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli felur venjulega í sér svokallað PSA-próf, sem mælir ákveðið prótein sem getur tengst krabbameini.

Í frétt NBC News er þói bent á að prófið sé þekkt fyrir að gefa oft rangar jákvæðar niðurstöður og hefur bandaríska forvarnarnefndin (e. US Preventive Services Task Force) ekki mælt með reglubundinni PSA-skimun hjá körlum eldri en 70 ára þar sem þeir eru líklegri til að deyja af öðrum orsökum. Þó hefur skimunaraðferðum nýlega verið breytt og eru fleiri einstaklingar nú skimaðir.

Los Angeles Times og NBC ræddu við lækna sem segja miðað við hversu langt krabbameinið er gengið hafi Biden gengið með það í mörg ár þar sem það fékk að vaxa óáreitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti ótrúlegt met þegar hann hljóp yfir Ástralíu

Setti ótrúlegt met þegar hann hljóp yfir Ástralíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu