fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Pressan

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar

Pressan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar aðstandendur Otis Adkinson, sem lést af náttúrulegum ástæðum fyrir skömmu, áttræður að aldri, mættu í útför hans blasti við svolítið annað en þau áttu von á. Í kistunni lá látinn maður í jakkafötunum sem fjölskyldan hafði keypt en það var ekki Otis.

Amentha Hunt, frænka Otis, segir í samtali við KCAL News að aðstandendur Otis – hún sjálf þar á meðal – hafi fengið ákveðið áfall þegar í ljós kom að rangur maður var í kistunni. Og til að bíta höfuðið af skömminni vildu forsvarsmenn útfararheimilisins fá „sönnun“ fyrir því að þetta væri ekki Otis sem þarna lægi.

Allt þetta hefur nú orðið til þess að Amentha og aðrir aðstandendur Otis hafa höfðað skaðabótamál á hendur útfararheimilinu, Harrison Ross Mortuary, í Los Angeles.

„Þetta hefði aldrei átt að gerast. Þarna lá maður í jakkafötum frænda míns, en þetta var ekki frændi minn, þetta var ekki hann.“ segir hún við KCAL News. Hún segist hafa talað við þá sem sáu um útförina en fengið þau svör að þetta væri „víst frændi hennar“.

Endaði það þannig að Amentha dró fram ljósmynd af Otis og viðurkenndi starfsmaðurinn þá loksins að mistök hefðu verið gerð. Þrír klukkutímar liðu svo þar til búið var að ná í lík Otis og hægt var að fylgja honum til hinstu hvílu.

„Þetta er sárt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, að horfa á rangan mann í kistunni. Ég sé þennan mann enn fyrir mér,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu
Pressan
Í gær

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi fá gluggasætið í 11 klukkustunda flugferð – Svar konunnar er frábært

Vildi fá gluggasætið í 11 klukkustunda flugferð – Svar konunnar er frábært
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilja ekki af hverju fuglar í einni borg eru að drepast í hrönnum

Skilja ekki af hverju fuglar í einni borg eru að drepast í hrönnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Guðfaðir gervigreindar segir að svona miklar líkur séu á að gervigreind nái völdum á jörðinni

Guðfaðir gervigreindar segir að svona miklar líkur séu á að gervigreind nái völdum á jörðinni