Comey segir sjálfur að það hafi ekki hvarflað að honum að talan „8647“, sem hann sá skrifaða með skeljum á strönd, og tók mynd af og birti á samfélagsmiðlum gæti verið túlkuð sem hvatning til þess að Trump verði myrtur.
The Guardian segir að málið snúist um „86“ sem er algengt slangur fyrir að stoppa eða losa sig við eitthvað, yfirleitt gamla hluti, ekki að þjóna einhverjum, til dæmis á veitingastað, að vera rekin í burtu frá einhverjum stað, til dæmis bar eða í hernaðarlegu samhengi að stoppa áætlun eða aðgerð. Talan „47“ gæti verið tengd við Trump sem er 47. forseti Bandaríkjanna.
Á vefsíðunni Merriam-Webster kemur fram að talan „86“ hafi stundum verið notuð í merkingunni „að drepa“ en segir að ekki sé hægt að styðja þá merkingu „vegna tiltölulegrar nýlegrar og lítillar notkunar“.
Repúblikanar notuðu einnig töluna „86“ þegar þeir kröfðust þess að Joe Biden yrði dreginn fyrir ríkisrétt. Má í því samhengi nefna að stuttermabolir, sem voru seldir á Amazon, báru áletrunina „8646“. Þarna var „86“ notað sem ákall um að Biden yrði ákærður og „46“ var tilvísun til þess að hann var 46. forseti Bandaríkjanna.