fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Pressan

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir

Pressan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 03:07

Myndin sem Comey birti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Comey, fyrrum forstjóri alríkislögreglunnar FBI, er af stuðningsfólki Donald Trump, sakaður um að hafa hótað Trump dauða með því að birta myndir af skeljum sem mynduðu töluna 8647. En hvað þýðir þessi tala eiginlega? Felur hún virkilega í sér morðhótun eins og stuðningsfólk Trump heldur fram?

Comey segir sjálfur að það hafi ekki hvarflað að honum að talan „8647“, sem hann sá skrifaða með skeljum á strönd, og tók mynd af og birti á samfélagsmiðlum gæti verið túlkuð sem hvatning til þess að Trump verði myrtur.

The Guardian segir að málið snúist um „86“ sem er algengt slangur fyrir að stoppa eða losa sig við eitthvað, yfirleitt gamla hluti, ekki að þjóna einhverjum, til dæmis á veitingastað, að vera rekin í burtu frá einhverjum stað, til dæmis bar eða í hernaðarlegu samhengi að stoppa áætlun eða aðgerð.  Talan „47“ gæti verið tengd við Trump sem er 47. forseti Bandaríkjanna.

Á vefsíðunni Merriam-Webster kemur fram að talan „86“ hafi stundum verið notuð í merkingunni „að drepa“ en segir að ekki sé hægt að styðja þá merkingu „vegna tiltölulegrar nýlegrar og lítillar notkunar“.

Repúblikanar notuðu einnig töluna „86“ þegar þeir kröfðust þess að Joe Biden yrði dreginn fyrir ríkisrétt. Má í því samhengi nefna að stuttermabolir, sem voru seldir á Amazon, báru áletrunina „8646“. Þarna var „86“ notað sem ákall um að Biden yrði ákærður og „46“ var tilvísun til þess að hann var 46. forseti Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leyniskjöl frá CIA afhjúpa að þriðja heimsstyrjöldin hafi nærri hafist af völdum fljúgandi furðuhluta

Leyniskjöl frá CIA afhjúpa að þriðja heimsstyrjöldin hafi nærri hafist af völdum fljúgandi furðuhluta
Pressan
Í gær

Vildi fá gluggasætið í 11 klukkustunda flugferð – Svar konunnar er frábært

Vildi fá gluggasætið í 11 klukkustunda flugferð – Svar konunnar er frábært
Pressan
Í gær

Ráðgjafi Trump með ótrúlega afhjúpun – „Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm“

Ráðgjafi Trump með ótrúlega afhjúpun – „Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn ætla að „deyfa sólarljósið“ í nýrri tilraun vegna loftslagsbreytinganna

Vísindamenn ætla að „deyfa sólarljósið“ í nýrri tilraun vegna loftslagsbreytinganna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gervisætuefni hafa áður óþekkt áhrif á heilann

Gervisætuefni hafa áður óþekkt áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi