fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Pressan

Eiturlyfjakafbátar flytja dóp til Evrópu

Pressan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 07:00

Fíkniefnafarmur í kafbáti sem kólumbíski sjóherinn náði. Mynd:Kólumbíski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var á miðju Atlantshafi sem dró til tíðinda. Portúgalska lögreglan stöðvaði þar nýlega för lítils farartækis, sem líkist kafbáti. Fimm manna áhöfn var um borð og 6,5 tonn af kókaíni. Farartækið var á leið til Evrópu en þar nota 2,5 milljónir ungra Evrópubúa kókaín á hverju ári miðað við opinberar tölur. Ekki bætir úr skák að gögn benda til að kókaínneysla í Evrópu fari vaxandi.

Málið sýnir hversu mikla áherslu suðuramerískir eiturlyfjahringir leggja á að koma afurðum sínum til Evrópu. Þeir smíða þessa svokölluðu „eiturlyfjakafbáta“ sem eru lítil, heimasmíðuð farartæki, sem geta siglt mjög langar vegalengdir. Stærstu hluti farartækisins er undir yfirborði sjávar þegar siglt er en örlítill hluti þess stendur upp úr. En þessi hluti er svo lítill að það er nær útilokað að koma auga á þá og hvað þá sjá þá á ratsjám.

Það var einmitt svona farartæki sem portúgalska lögreglan læsti klónum í í febrúar.

Þessi smyglaðferð er vel þekkt í Suður-Ameríku en það var ekki fyrr en 2019 sem fyrsti eiturlyfjakafbáturinn var gómaður við strendur Evrópu. Hann er talinn hafa komið frá Brasilíu.

Á síðustu fimm árum hafa spænsk yfirvöld gómað þrjá svona báta við Spánarstrendur. The Wall Street Journal segir að spænsk yfirvöld telji að allt að 30 eiturlyfjakafbátar hafi sloppið fram hjá strandgæslunni og lögreglunni á þessu sama tímabili.

„Þetta er eins köttur að elta mús,“ sagði Fernando Iglesias, yfirmaður tollgæslunnar í Galivien, í samtali við The Wall Street Journal. Hann sagði að þeir eiturlyfjabátar, sem hafa náðst nýlega í Evrópu, séu mun fullkomnari en fyrri útgáfur og það sé enn erfiðara að finna þá en gömlu gerðirnar.

Kafbátarnir eru smíðaðir djúpt inni í frumskógum í Suður-Ameríku, meðal annars í Ekvador. Þeir eru síðan sjósettir og verða hluti af vöruflutningakeðjum eiturlyfjahringanna sem eru sagðar mjög vel úr garði gerðar.

Í nóvember á síðasta ári lagði mexíkóski sjóherinn hald á átta tonn af kókaíni um borð í kafbáti sem var stöðvaður við strendur landsins. Í september náði bandaríska strandgæslan einum eiturlyfjakafbáti. Um borð í honum var kókaín að verðmæti 54 milljóna dollara að sögn CBS News.

Smíði eins kafbáts kostar um eina milljón dollara en á móti getur hver bátur flutt mikið magn eiturlyfja, margfalt verðmætara en báturinn.

Bátarnir eru yfirleitt rétt rúmlega 20 metrar á lengd og tæpur metri af þeim stendur upp úr sjónum. Það er yfirleitt pláss fyrir þrjá um borð. Léleg svefnaðstaða og ekkert klósett. Ferðin frá Suður-Ameríku til Evrópu tekur um einn mánuð.

Við strendur Evrópu bíða liðsmenn eiturlyfjahringanna eftir kafbátunum og sigla út til þeirra í hraðbátum og jafnvel fiskibátum og sækja eiturlyfin.

Eiturlyfjahringirnir virðast vera að þróa bátana enn frekar því á síðasta ári náði ítalska strandgæslan litlum fjarstýrðum kafbáti við Tórínó. Hann gat flutt eiturlyf án þess að nokkur þyrfti að vera um borð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eurovisionþraut – Aðeins haukfránir finna dómarann sem gefur núll stig

Eurovisionþraut – Aðeins haukfránir finna dómarann sem gefur núll stig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann trúði virkilega að það væri engin leið út ef þessar myndir yrðu birtar”

„Hann trúði virkilega að það væri engin leið út ef þessar myndir yrðu birtar”