fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Vísindamenn ætla að „deyfa sólarljósið“ í nýrri tilraun vegna loftslagsbreytinganna

Pressan
Sunnudaginn 18. maí 2025 09:00

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar og tilheyrandi hnattræn hlýnun hafa verið hitamál áratugum saman og sitt sýnist hverjum um hvernig á að bregðast við. Nú ætla breskir vísindamenn að gera óvenjulega tilraun með því að reyna að „deyfa sólarljósið“. Hefur breska ríkisstjórnin veitt þeim heimild til að gera tilraunina.

Það eru vísindamenn hjá Advanced Research and Invention Agency (Aria) sem hafa fengið fjárveitingu upp á sem nemur um 8,5 milljörðum króna.

Áætlun þeirra hljómar nánast eins og að hún sé tekin beint úr vísindaskáldsögu. Til stendur að flugvélar, sem munu fljúga mjög hátt, muni sprauta súlfatögnum í heiðhvolfinu. Agnirnar eiga síðan að endurkasta hluta af sólarljósinu út í geiminn.

Með þessu er ætlunin að draga úr því magni sólarorku sem nær niður á yfirborð jarðarinnar. Með þessu ætti að vera hægt að kæla jörðina niður.

Reiknað er með að tilraunir, mjög smáar í sniðum, hefjist innan húss á næstu vikum. Að þeim loknum verður hafist handa í heiðhvolfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnulæknir sakaður um að hafa „drepið“ sjúklinga bara til að geta svo endurlífgað þá – 18 lifðu en 12 létust

Stjörnulæknir sakaður um að hafa „drepið“ sjúklinga bara til að geta svo endurlífgað þá – 18 lifðu en 12 létust
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“