fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Eru rottur að gera þér lífið leitt? Svona er hægt að hrekja þær úr garðinum

Pressan
Sunnudaginn 18. maí 2025 14:30

Rottum hefur fjölgað mikið víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítil svæði í garðinum þar sem afgangur af fuglafræi og raki eru til staðar eru sannkallað Disneyland fyrir nagdýr á borð við rottur. En sá galli er auðvitað á þessu að fáir ef nokkrir hafa áhuga á að hafa rottur í garðinum sínum. En það er til einföld og ódýr aðferð til að hrekja rotturnar úr garðinum.

Á Facebooksíðunni „Gardening Hints and Tips“ deildi garðáhugakonan Julie Finch reynslu sinni af að glíma við rottur í garðinum. Það er eflaust mörgum til léttist að samkvæmt því sem hún segir, þá þarf ekki að kalla meindýraeyði til, þetta geta allir gert.

„Ég setti hakkaðan hráan lauk niður í rottuholuna og setti síðan mold yfir hana. Næsta morgun var komin ný hola og ég endurtók þetta bara. Svona gekk þetta í nokkra daga, og síðan . . . ekkert. Þær komu ekki aftur,“ sagði hún.

Ástæðan?- Rottur hata lauk!

Jordan Foster, meindýraeyðir, sagði rétt að rottur hati lauk. „Þú getur plantað lauk í garðinum eða sett hann við innganginn að rottuholum. Þeim líkar ekki við lyktina og láta sig hverfa,“ sagði hann.

En það þarf að muna að skipta um lauk á þriggja-fjögurra daga fresti því hann byrjar að rotna og þá fjara áhrifin út.

Ef þig hryllir við tilhugsuninni um lauk í garðinum, þá er hægt að nota piparmyntuolíu. Blandaðu smá vatni í hana og úðaðu henni í holur og króka og koma og endurtaktu þetta þriðja/fjórða hvern dag. Rotturnar átta sig fljótlega á skilaboðunum sem þú ert að senda þeim.

Lárviðarlauf eru einnig undraefni í glímunni við rottur. Þau ilma vel fyrir okkur fólkið en þau eru banvæn fyrir rottur. Þær halda að þetta sé matur og gæða sér á þessu og drepast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með

Dældi skilaboðum yfir konu og hvatti hana til að fyrirfara sér svo hann gæti fylgst með
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hraðamyndavél náði mynd af óvenjulegu broti

Hraðamyndavél náði mynd af óvenjulegu broti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans