Á Facebooksíðunni „Gardening Hints and Tips“ deildi garðáhugakonan Julie Finch reynslu sinni af að glíma við rottur í garðinum. Það er eflaust mörgum til léttist að samkvæmt því sem hún segir, þá þarf ekki að kalla meindýraeyði til, þetta geta allir gert.
„Ég setti hakkaðan hráan lauk niður í rottuholuna og setti síðan mold yfir hana. Næsta morgun var komin ný hola og ég endurtók þetta bara. Svona gekk þetta í nokkra daga, og síðan . . . ekkert. Þær komu ekki aftur,“ sagði hún.
Ástæðan?- Rottur hata lauk!
Jordan Foster, meindýraeyðir, sagði rétt að rottur hati lauk. „Þú getur plantað lauk í garðinum eða sett hann við innganginn að rottuholum. Þeim líkar ekki við lyktina og láta sig hverfa,“ sagði hann.
En það þarf að muna að skipta um lauk á þriggja-fjögurra daga fresti því hann byrjar að rotna og þá fjara áhrifin út.
Ef þig hryllir við tilhugsuninni um lauk í garðinum, þá er hægt að nota piparmyntuolíu. Blandaðu smá vatni í hana og úðaðu henni í holur og króka og koma og endurtaktu þetta þriðja/fjórða hvern dag. Rotturnar átta sig fljótlega á skilaboðunum sem þú ert að senda þeim.
Lárviðarlauf eru einnig undraefni í glímunni við rottur. Þau ilma vel fyrir okkur fólkið en þau eru banvæn fyrir rottur. Þær halda að þetta sé matur og gæða sér á þessu og drepast.