En Jeanette sást ekki á lífi aftur og fannst lík hennar í fyrrnefndri bifreið daginn eftir. Áverkar á líkinu gáfu til kynna að hún hafði verið kyrt og þá voru merki um að hún hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Rannsókn lögreglu var umfangsmikil en þrátt fyrir það fannst morðinginn ekki.
Flest benti til þess að málið myndi aldrei leysast en í ágúst 2024 rannsakaði lögregla á nýjan leik fingrafar sem fannst á sígarettupakka í bílnum. Fingrafarinu var rennt í gegnum uppfærðan gagnagrunn FBI og passaði það við Willie Eugene Sims, 69 ára gamlan mann sem búsettur var í Jefferson í Ohio.
Sims hafði verið hermaður í Fort Ord í Kaliforníu á þeim tíma sem morðið átti sér stað og hafði hann hlotið dóm fyrir tilraun til morðs árið 1978. Hlaut hann fjögurra ára dóm fyrir það mál,.
Rannsóknarlögreglumenn flugu til Ohio til að taka DNA-sýni frá Sims og reyndist það passa við DNA sem fannst undir nöglum Jeanette og á skyrtu sem notuð var til að kyrkja hana. Simsons var handtekinn og framseldur til Kaliforníu þar sem hann hefur nú verið ákærður fyrir morð. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna málsins.
Sonur Jeanette, Allen Ralston, sem var sex ára þegar móðir hans var myrt, lýsti gleði sinni í viðtali við bandaríska fjölmiðla í vikunni. „Ég er ánægður með að lögregla gafst ekki upp og sýndi að henni stóð ekki á sama,“ sagði hann.