fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Fannst myrt í bíl sínum árið 1977: Nú er lögregla loks búin að finna morðingjann

Pressan
Laugardaginn 17. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. febrúar árið 1977 fannst hin 24 ára gamla Jeanette Ralston látin í aftursæti Volkswagen-bjöllu bifreiðar sinnar í San Jose í Kaliforníu. Jeanette sást kvöldið áður yfirgefa Lion‘s Den-barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma aftur innan fárra mínútna.

En Jeanette sást ekki á lífi aftur og fannst lík hennar í fyrrnefndri bifreið daginn eftir. Áverkar á líkinu gáfu til kynna að hún hafði verið kyrt og þá voru merki um að hún hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Rannsókn lögreglu var umfangsmikil en þrátt fyrir það fannst morðinginn ekki.

Flest benti til þess að málið myndi aldrei leysast en í ágúst 2024 rannsakaði lögregla á nýjan leik fingrafar sem fannst á sígarettupakka í bílnum. Fingrafarinu var rennt í gegnum uppfærðan gagnagrunn FBI og passaði það við Willie Eugene Sims, 69 ára gamlan mann sem búsettur var í Jefferson í Ohio.

Sims hafði verið hermaður í Fort Ord í Kaliforníu á þeim tíma sem morðið átti sér stað og hafði hann hlotið dóm fyrir tilraun til morðs árið 1978. Hlaut hann fjögurra ára dóm fyrir það mál,.

Rannsóknarlögreglumenn flugu til Ohio til að taka DNA-sýni frá Sims og reyndist það passa við DNA sem fannst undir nöglum Jeanette og á skyrtu sem notuð var til að kyrkja hana. Simsons var handtekinn og framseldur til Kaliforníu þar sem hann hefur nú verið ákærður fyrir morð. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna málsins.

Sonur Jeanette, Allen Ralston, sem var sex ára þegar móðir hans var myrt, lýsti gleði sinni í viðtali við bandaríska fjölmiðla í vikunni. „Ég er ánægður með að lögregla gafst ekki upp og sýndi að henni stóð ekki á sama,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli