Eyjan heitir Santa Bárbara og er ein fimm eldfjallaeyja í Abrolhos-eyjuþyrpingunni. Samkvæmt sögulegum heimildum þá voru fyrstu geiturnar fluttar þangað fyrir um 250 árum. Líklega voru þær fluttar þangað af fólki sem ætlaði að setjast þar að og voru þær hugsanlega hugsaðar sem matarbirgðir ef í nauðirnar ræki.
En fólkið þraukaði ekki á eyjunni en það gerðu geiturnar hins vegar.
Í rúmlega tvær aldir lifðu þær á eyjunni þrátt fyrir að þar sé ekkert ferskvatn að því að vitað er. Vísindamenn fylgdust vel með þeim og sáu þær aldrei drekka – aldrei nokkru sinni.
En hvernig lifðu þær af? Vísindamenn hafa sett fram tvær kenningar:
En ekki nóg með þetta. Geiturnar gerðu gott betur en að lifa af, þær þrifust bara mjög vel. Sem dæmi um þetta segja vísindamennirnir að það sér regla en ekki undantekning að þær eignist tvö kið í einu. Þetta bendir til að þær séu í góðu formi.
Í mars fjarlægðu brasilísk yfirvöld síðustu 27 geiturnar af eyjunni. Var það gert til að vernda fuglalífið þar og vistkerfið í heild. Geiturnar voru ekki aflífaðar heldur fluttar á svæði þar sem vísindamenn geta fylgst náið með þeim. Þeir telja að geiturnar geti hugsanlega gegnt lykilhlutverki varðandi rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinganna.
Þær geta hugsanlega kennt okkur hvernig er hægt að lifa án vatns í 40 stiga hita og gætu verið fyrsta skrefið í þróun húsdýra sem geta tekist á við þurrka framtíðarinnar.