fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Vísindamenn trúa þessu varla – Ofurgeitur þrifust á vatnslausri eyju í 200 ár

Pressan
Sunnudaginn 11. maí 2025 14:30

Mynd úr safni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þurri, vindasamri eyju, um 70 kílómetra undan strönd Brasilíu lifðu geitur í rúmlega 200 ár þrátt fyrir að ekkert ferskvatn sé að finna á eyjunni.

Eyjan heitir Santa Bárbara og er ein fimm eldfjallaeyja í Abrolhos-eyjuþyrpingunni. Samkvæmt sögulegum heimildum þá voru fyrstu geiturnar fluttar þangað fyrir um 250 árum. Líklega voru þær fluttar þangað af fólki sem ætlaði að setjast þar að og voru þær hugsanlega hugsaðar sem matarbirgðir ef í nauðirnar ræki.

En fólkið þraukaði ekki á eyjunni en það gerðu geiturnar hins vegar.

Í rúmlega tvær aldir lifðu þær á eyjunni þrátt fyrir að þar sé ekkert ferskvatn að því að vitað er. Vísindamenn fylgdust vel með þeim og sáu þær aldrei drekka – aldrei nokkru sinni.

En hvernig lifðu þær af? Vísindamenn hafa sett fram tvær kenningar:

  1. Þær byrjuðu að drekka sjó og þróuðu sinn eigin „afsöltunarbúnað“.
  2. Þær átu beldroega, sem er safarík planta sem inniheldur mikið vatn, sem vex á eyjunni.

En ekki nóg með þetta. Geiturnar gerðu gott betur en að lifa af, þær þrifust bara mjög vel. Sem dæmi um þetta segja vísindamennirnir að það sér regla en ekki undantekning að þær eignist tvö kið í einu. Þetta bendir til að þær séu í góðu formi.

Í mars fjarlægðu brasilísk yfirvöld síðustu 27 geiturnar af eyjunni. Var það gert til að vernda fuglalífið þar og vistkerfið í heild. Geiturnar voru ekki aflífaðar heldur fluttar á svæði þar sem vísindamenn geta fylgst náið með þeim. Þeir telja að geiturnar geti hugsanlega gegnt lykilhlutverki varðandi rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinganna.

Þær geta hugsanlega kennt okkur hvernig er hægt að lifa án vatns í 40 stiga hita og gætu verið fyrsta skrefið í þróun húsdýra sem geta tekist á við þurrka framtíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing