fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. maí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski rithöfundurinn Agatha Christie er þekkt sem drottning glæpasögunnar en eftir hana liggja 66 skáldsögur og 14 smásögusöfn. Belgíski einkaspæjarinn Hercule Poirot og Miss Marple eru þekktustu persónur Christie. Bækur hennar hafa verið margendurútgefnar, og gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir þeim. Leikritið The Mousetrap var frumsýnt á West End í London árið 1952 og hefur verið sýnt óslitið síðan, jafnan fyrir fullu húsi. 

Christie fæddist árið 1890 í Devon og lést 12. janúar 1976, 85 ára að aldri. Það styttist því í að hálf öld sé frá andláti hennar, en engu að síður geta aðdáendur hennar nú lært leyndardóminn um hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu og það frá Christie sjálfri. 

Hvernig má það vera? Jú með hjálp gervigreindarinnar er allt hægt, meira að segja gefa látnum rödd og framhaldslíf. 

BBC Maestro, vefur þar sem læra má allt milli himins og jarðar frá þeim bestu í bransanum kynnir nú þetta námskeið. Við kynningarmyndband á Facebook segir: 

„Í fyrsta sinn í heiminum býður Agatha Christie – metsöluhöfundur allra tíma – þér að læra glæpasagnagerð, með eigin orðum hjá BBC Maestro. Þetta námskeið sem er einstakt er hannað í nánu samstarfi við fjölskyldu hennar og sýnir frásagnartæknina á bak við meistaraverk eins og And Then There Were None, Murder on the Orient Express og Death on the Nile.

Frá þéttum söguþræði til goðsagnakenndra spæjara, uppgötvaðu leyndarmálin sem skilgreindu glæpasöguþemað og lærðu leikreglurnar af rithöfundinum sem skrifaði þær.“ 

Á vef Christie, The Home Of Agatha Christie, og vef BBC Maestro má lesa betur um námskeiðið sem samanstendur af 11 fyrirlestrum sem eru alls 2,5 klukkurstund og 12 æfingum. 

Nemendur læra að búa til skotheldan söguþráð og sannfærandi sögupersónur, byggja upp spennu, koma upp með óvænta snúninga og afvegaleiðslur í söguþræðinum, byrja skrifin uppfullir af sjálfstrausti og síðast en ekki síst, ljúka við söguna.

„Nálgun Agöthu til að skrifa var aðferðafræðileg. Hún skildi hvernig átti að koma góðum leyndardómi til skila, hvernig átti að byggja söguna upp, nákvæma staðsetningu vísbendinga, vandlega þróun persóna og fullkomlega tímasettar opinberanir. Samt virðast skrif hennar aldrei formúlukennd eða úrelt. Það er hlýja og mannúð í verkum hennar sem stendur tímans tönn og þess vegna eru svo margar sögur hennar enn lesnar og leiknar í dag um allan heim, við frábæran árangur og lof.

Agatha var ekki bara best í því sem hún gerði; hún skildi hvers vegna það virkaði. Í gegnum ferilinn kom hún hugsun sinni um frásagnarlist á framfæri í viðtölum, bréfum og handritum. Að læra af Agöthu er eins og að fá ráð frá þessum frábæra vini sem er einhvern veginn alltaf tíu skrefum á undan öllum öðrum með innsæi sínu, greind og röksemdum.

Hvort sem þú ert upprennandi rithöfundur, dyggur aðdáandi eða einfaldlega heillaður af list glæpa og spæjarasögu, á þessu námskeiði finnurðu allt sem þú þarft til að búa til þínar eigin ógleymanlegu og merkilegu sögur.“

Námskeiðið var unnið í fullu samstarfi við fjölskyldu Christie, með langömmubarni hennar, James Prichard, sem veitti aðgang að skjölum sem ekki hafa birst opinberlega áður, og viðtölum til að upplýsa lærdóminn, og barnabarni hennar, Matthew, sem minnist ömmu sinnar með djúpri ást og væntumþykju. Viðbrögð Matthew við námskeiðinu: „Þetta er einfaldlega merkilegt“.

Tveggja ára vinna liggur að baki

Námskeiðið var tvö ár í vinnslu og kom tæplega 100 manna teymi að vinnunni, þar á meðal fræðimenn, rannsakendur, skapandi sérfræðingar og hópur fræðimanna um Christie, sem rannsakað hafa skrif hennar og sáu til þess að námskeiðið endurspegli kenningar hennar.

Leikkonan​​Vivien Keene túlkar sjálfa Christie með aðstoð teymis sérfræðinga, til að skapa sem mest líkindi við Christie sjálfa og rödd hennar með blöndu af leiklist og nákvæmri stafrænni sjón- og hljóðtækni.

663 einkunnir hafa verið gefnar námskeiðinu, sem er með 4,5 stjörnu af fimm í heildareinkunn. Langflestir eru hrifnir af námskeiðinu, þó að einhverjir komi inn á gervigreindinni virðist ekkert ómögulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca