fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

Pressan
Laugardaginn 3. maí 2025 20:00

NASA hefur reiknað út hvenær heimsendir verður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA hafa reiknað út hvenær dómsdagur rennur upp hér á jörðinni. Niðurstaðan er ekki beinlínis uppörvandi og spurning hvort það sé virkilega gott að vita þetta?

Með aðstoð ofurtölvu og reiknilíkana gerðu vísindamennirnir tímalínu fyrir framtíðina hér á jörðinni. Þeir segja að það verði vinkona okkar og lífgjafi, sólin, sem mun að lokum gera út af við lífið hér á jörðinni.

Þegar hún eldist, mun hún senda enn meiri hita frá sér og hún mun þenjast út og að lokum „gleypa“ innstu pláneturnar í sólkerfinu, þar á meðal jörðina okkar ástkæru.

Útreikningarnir sýna að lífið verður sífellt erfiðara hér á jörðinni næstu 999.999.996 árin. Því mun síðan ljúka alveg árið 1.000.002.021. Ofurtölvan segir að hitastigið muni hækka mikið og loftgæðin minnka mjög mikið.

Þetta er auðvitað ekki að fara að gerast í náinni framtíð og auðvitað spurning hvort við verðum búin að gera út af við okkur sjálf áður en þessi tímapunktur rennur upp?

Nú þegar er hnattræn hlýnun farin að segja til sín sem og breytingar á umhverfinu af völdum okkar mannanna og gerist þetta hraðar en spáð var.

En það er einnig ljós í myrkrinu því vísindamennirnir segja að tækniframfarir muni hugsanlega koma okkur til bjargar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri