fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Pressan
Laugardaginn 3. maí 2025 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á að nota tannþráð áður en maður tannburstar eða eftir að maður hefur tannburstað? Kannski finnst flestum svarið mjög augljóst en það eru ekki allir sammála um hvort sé betra.

Svarið er auðvitað að það á að nota tannþráðinn áður en tannburstinn er látinn taka til starfa. Með þessu tryggir maður eins góða hreingerningu og hægt er.

Tannþráðurinn fjarlægir matarleifar og óværu af tönnunum og af tannholdinu á svæðum sem erfitt er að koma tannburstanum við. Þegar tannþráðnum hefur verið beitt, þá á flúorið í tannkreminu auðveldara með að komast að svæðunum sem þráðurinn er búinn að hreinsa.

Með því að nota tannþráðinn fyrst, þá fjarlægir þú bakteríur og matarleifar sem geta valdið andfýlu.

Flestir tannlæknar og samtök tannlækna mæla með notkun tannþráðs áður en tannburstað er. Ástæðan er einfaldlega sú að það gerir fólki best kleift að fjarlægja bakteríur og hámarka áhrif flúors.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Í gær

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blóðugur uppruni 1. maí

Blóðugur uppruni 1. maí
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum