fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Pressan
Fimmtudaginn 1. maí 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amber Hagerman var níu ára þegar henni var rænt og hún myrt í Arlington, Texas, árið 1996.

„Að finna lík Amber er sorglegt augnablik sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Dee Anderson, sýslumaður í Tarrant-sýslu. Þrátt fyrir tilraunir rannsóknarlögreglumanna og fjölskyldu Amber er málið enn óleyst nær þremur áratugum seinna.

Morðið á Amber hafði gríðarleg áhrif í Bandaríkjunum og víðar því málið leiddi til þess að Amber viðvörunarkerfinu (e. AMBER alerts) var komið á. Hefur það bjargað að minnsta kosti 1221 barni frá því að hljóta sömu örlög og Amber.

„Það er synd að slátra þurfti dóttur minni og hún þurfti að ganga í gegnum það sem hún gekk í gegnum til að við gætum fengið AMBER Alert, en ég veit að hún yrði stolt af kerfinu,“ sagði móðir Amber, Donna Williams, við Yahoo News árið 2016.

Á 25 ára afmælisdegi Amber, í janúar 2021, hélt lögreglan í Arlington blaðamannafund á bílastæðinu þar sem henni var rænt. Þeir vottuðu henni virðingu sína og fullvissuðu fjölskyldu hennar og almenning um að þeir væru enn að leita að morðingja Amber.

„Ég sakna raddar hennar. Ég sakna snertingar hennar. Ég sakna faðmlagsins hennar. Ég man allt um hana. Það er ekkert sem ég hef gleymt,“  sagði móðir Amber.

Hér er saga Amber Hagerman og hvernig morðið á henni leiddi til stofnunar AMBER Alerts.

Bekkjarmynd Amber

Hver var Amber Hagerman?

Amber Hagerman fæddist 25. nóvember 1986 í Arlington, Texas, dóttir Richard Hagerman og Donnu Williams (á þeim tíma sem Amber hvarf gekk Williams undir nafninu Whitson). Williams skildi við Hagerman árið 1994.

Amber var níu ára þegar henni var rænt. Williams lýsti Amber í viðtali árið 2021 sem „saklausri og sætri lítilli stelpu“ sem elskaði að vera eins og „lítil mamma“ fyrir yngri bróður sinn, Ricky.

Hún var skáti sem elskaði að skrifa, Barbie, Disney prinsessuna Pocahontas og bleika hjólið sitt. Bekkjarsystkini hennar í þriðja bekk í Barry Elementary í Arlington lýstu henni sem fallegri og góðri.

Mánuðum fyrir brottnám hennar voru Amber, Ricky og Williams, sem á þeim tíma var einstæð móðir og að mennta sig í viðtali við WFAA-TV í umfjöllun um umbætur í velferðarmálum. Í viðtalinu sýndi Amber úrklippubókina sína, sem innihélt verðlaun fyrir góðar einkunnir og mætingu, og Williams sagði að Amber elskaði skólann.

„Amber var bara mjög sætt, saklaust barn, og það er minningin sem við fengum að halda í þegar við  rannsökuðum málið,“ sagði lögreglustjórinn í Arlington. Grant Gildon við People árið 2022. „Að þetta væri einhver sem væri að gera eitthvað eins saklaust og að hjóla og einstaklingur með eitthvað slæmt í huga fann hana þann daginn.“

Foreldrar Amber.

Hvað gerðist daginn sem Amber Hagerman hvarf?

Þann 13. janúar 1996 fóru Amber og fimm ára bróðir hennar, Ricky, með hjólin sín á bílastæði í Arlington, Texas.

Eftir nokkrar mínútur ákvað Ricky að fara aftur heim til afa þeirra og ömmu, sem bjuggu tveimur húsum frá. Áður en Amber gat elt bróður sinn bar eitt vitni um að maður á svörtum pallbíl hafi keyrt inn á bílastæðið, hrifsað Amber af hjólinu sínu og keyrt í burtu. Mannránið átti sér stað um hábjartan dag, klukkan 15:18 að staðartíma.

Mánuði eftir morðið á Amber heimsótti Williams bekkjarfélaga dóttur sinnar í grunnskóla. Drengur spurði hvenær Amber fór að heiman á hjólinu sínu og Williams svaraði honum klukkan 3:10.

„Þetta tók bara átta mínútur. Svo þið haldið ykkur nálægt heimilinu ykkar, allt í lagi?“ sagði hún við börnin.

Árið 2016, 20 árum eftir morðið á systur sinni, sagði Ricky blaðamönnum að á þeim tíma hefði hann „ekki alveg skilið hvað var að gerast“.

„Ég vissi bara að systir mín var tekin frá okkur,“ sagði hann með tárin í augunum. „Hún var besta vinkona mín, eins og önnur móðir.“

Móðir Amber stendur við minnismerki um dóttur sína, á bílastæðinu þar sem Amber var rænt.

Voru einhver vitni að brottnámi Amber Hagerman?

Maður að nafni Jimmie Kevil var eina vitnið sem gaf sig fram eftir að Amber var rænt. Hann sagðist hafa séð mannránið úr bakgarði sínum og sagði lögreglu að svartur vörubíll frá níunda eða tíunda áratug síðustu aldar hefði verið lagt við þvottahús í nágrenninu fyrr um daginn. Mannræninginn er sagður hafa keyrt að bílastæðinu, rænt Amber og keyrt frá þjóðvegi 360 í átt að miðbæ Arlington.

„Ég sá Amber hjóla upp og niður,“ sagði Kevil við CBS Dallas-Fort Worth í janúar 2016. „Hún var ein. Ég sá þennan svarta pallbíl. Hann keyrði að, stökk út og greip hana. Þegar hún öskraði fannst mér að lögreglan ætti að vita af þessu, svo ég hringdi í hana.“

Ben Lopez, sem var nýliði í Arlington lögreglunni þegar Amber hvarf, viðurkenndi á blaðamannafundi árið 2021 að lögreglan vissi að óskráðir íbúar gætu hafa búið  í þvottahúsinu og þeir verið hræddir við að koma fram en „ef það er vitni eða vitni sem hafa einhverjar áhyggjur þá höfum við alls engan áhuga á að sækjast eftir neinni tegund brottvísunar á slíku fólki.“

Kevil lést í maí 2016.

Móðir Amber á heimili sínu í janúar 2006.

Hvenær fannst Amber Hagerman?

Lík Amber fannst fjórum dögum eftir hvarf hennar í læk bak við íbúðablokkina Forest Ridge, um sex kílómetra frá bílastæðinu sem hún var tekin af. Hún var með skurði á l líkamanum, þar á meðal á hálsinum.

Dee Anderson, talsmaður lögreglunnar í Tarrant-sýslu, sagði á þeim tíma að viðhaldsstarfsmenn hefðu verið nálægt skurðinum nokkrum klukkustundum áður, en ekkiséð líkið. Talið var að lík hennar hafi verið fært þangað í rigningarstormi sem gekk yfir nokkrum tímum áður og að Amber hafi verið á lífi í 48 klukkustundir eftir að henni var rænt.

„Við munum finna manneskjuna sem gerði þetta,“ sagði Anderson. „Við viljum aldrei að önnur lítil stúlka, önnur fjölskylda, gangi í gegnum það sem þessi litla stúlka, þessi fjölskylda, hefur gengið í gegnum.“

Gildon lýsti svæðinu þar sem Amber fannst sem mjög afskekktu. „Við teljum að þú þurfir að vera nokkuð kunnugur þessu svæði til að vita hvar lækurinn er. Voru tengsl við þessa staðsetningu? Og var það einhver sem hafði ástæðu til að snúa aftur í miðbæinn? Auðveldasta leiðin til að komast út af svæðinu hefur alltaf verið að fara á þjóðveg 360.“

Tré sem gróðursett var til minningar um Amber. Bleikir borðar prýða tréð, mynd tekin í janúar 2006.

Hver rændi Amber Hagerman?

Lögreglan telur að gerandinn hafi verið karlmaður búsettur ásvæðinu. Embættismenn lýstu honum sem hvítum eða rómönskum, á tvítugsaldri eða þrítugsaldri, undir 182 sm á hæð og með dökkt hár.

„Miðað við akstursstefnuna sem sendibíllinn keyrði í og síðan út frá því að lík hennar fannst í Arlington, henni var rænt í Arlington og var bara á þeim stað, þá hefur spurningin alltaf verið hvort gerandinn hafi haft tengsl við svæðið þar sem Amber var rænt,“ segir Gildon.

Hvernig hjálpaði morðið á Amber Hagerman við að búa til AMBER Alerts?

Eftir morðið á Amber hélt Diana Simone móðir búsett í Texas stöðugt um hvernig Amber gt horfið sporlaust.

„Ég sagði alltaf: „Ég get ekki komist yfir þetta barn. Það hlýtur að vera eitthvað sem við getum gert,“ sagði Simone. „Við vorum með aðvaranakerfi vegna veðurs og almannavarna, þannig að af hverju var ekki hægt að útbúa sams konar kerfi fyrri svona mál?“

Simone hringdi í staðbundna útvarpsstöð með hugmynd að neyðarkerfi. Hugmyndin var sú að þegar hringt var í 911 myndu útvarpsstöðvar strax trufla dagskrá til að senda út viðvörunina. Fjórtán dögum eftir brottnám Amber skrifaði Simone bréf til stöðvarinnar þar sem hún óskaði eftir því að ef viðvörunarkerfinu yrði komið á ætti það að vera þekkt sem Ambers viðvörun (e. Amber Alert).

Útvarpsstöðvar í  Dallas-Fort Worth og lögregla á staðnum tóku síðan höndum saman um að þróa viðvörunarkerfi, samkvæmt opinberu AMBER Alert vefsíðunni. Kerfið, sem heitir opinberlega AMBER (America’s Missing: Broadcast Emergency Response) Alert, byrjaði í þróun árið 1996. Kerfið var fyrst innleitt 5. júlí 1997 og fyrsta reynslusagan var 10. nóvember 1998, samkvæmt vefsíðu AMBER Alert.

Kerfið, sem er notað í alvarlegustu barnsránsmálunum, miðar að því að gera samfélagið samstundis viðvart um málið og bregðast við til aðstoðar við leit og örugga endurheimt barns sem er saknað samkvæmt NCMEC sem sér um kerfið fyrir dómsmálaráðuneytið.

Viðvaranirnar eru fyrst gefnar út af lögreglu til útvarpsstöðva og samgöngufulltrúa ríkisins. NCMEC er síðan látið vita og sér um að dreifa viðvöruninni áfram til annarra aðila: útvarpsstöðva, sjónvarpsstöðva og á umferðarskilti. Frá og með árinu 2013 hafa skilaboð verið send í síma í gegnum Wireless Emergency Alerts forritið (WEA) og viðvörunum er einnig deilt á samfélagsmiðlum í gegnum Facebook, Instagram og X.

Í dag eru AMBER Alerts notaðar í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna, District of Columbia, hlutum svæðis frumbyggja, Puerto Rico, Bandarísku Jómfrúareyjunum og 45 öðrum löndum. Frá og með 31. október 2024 hefur kerfið bjargað að minnsta kosti 1.221 barni í Bandaríkjunum.

Mæðginin Rick og Donna, ásamt John Ashcroft ríkissaksóknara við Hvíta húsið 30. apríl 2003. Bush Bandaríkjaforseti heldur ræðu fyrir undirritun Protect Our Children Act – Public Law 108-21. Með því voru Amber alerts lögfest í Bandaríkjunum.

Var mál Amber Hagerman leyst?

Þrátt fyrir hversu víðtækt og áhrifamikið mál Amber hefur verið er það enn óleyst.

Á þeim þremur áratugum sem liðnir eru frá því Amber var rænt hefur lögreglunni borist yfir 7.000 ábendingar. Gildon sagði við People að lögreglan fengi enn vísbendingar og nokkrar þeirra væru þess eðlis að þær væru rannsakaðar frekar með tilliti til mögulegs geranda.

„Margir munu vísa til máls Amber sem kalt mál (e. Cold Case),“ sagði hann. „En lögreglan í Arlington hefur aldrei lítið á það sem slíkt þar sem það hafa aldrei liðið meira en 180 dagar án þess að ný vísbending komi fram.“

Gildon er fullviss um að morðingi Amber sé enn á lífi. Lögreglan er enn vongóð um að nýlegar framfarir í DNA-rannsóknum, sem hafa verið notaðar á sönnunargögnum sem safnað hefur verið í máli Amber, og nýjar ábendingar frá almenningi muni hjálpa til við að leysa málið.

„Ég er enn bjartsýnn á að þetta mál verði leyst,“ sagði Gildon. „Ég trúi því að það sé örugglega einhver þarna úti sem hefur svörin sem við erum að leita að og getur hjálpað til við að leiða okkur í rétta átt. Svo, þess vegna höldum við áfram að vinna að því. Markmið okkar hefur alltaf verið það sama og það er að handsama gerandann og sækja hann til saka.“

Williams sagði rannsóknarlögreglumenn hringi þegar þeir ábendingar sem virðist trúverðugar, en það kemur aldrei neitt úr því. „Hvernig getur morðinginn komist upp með þetta? Ég get ekki skilið hvernig þú getur ekki gripið einhvern svona,“ sagði hún.

Árið 2021, 25 árum eftir morðið á Amber, hélt lögreglan í Arlington blaðamannafund á bílastæðinu þar sem henni var rænt. Þeir heiðruðu minningu hennar og minntu á að þeir væru enn að leita að morðingja Amber.

Williams ræddi við fjölmiðla og beindi síðan orðum sínum til gerandans: „Vinsamlegast gefðu þig fram. Færðu Amber réttlæti.“

Hvar er fjölskylda Amber Hagerman núna?

Móðir Amber, Donna Williams, býr enn í Texas og er talsmaður fyrir öryggi barna. Árið 2016 átti hún ekki snjallsíma og forðaðist að eyða tíma á netinu, en hún heyrði AMBER viðvaranir þegar þær bárust í gegnum sjónvarpið eða útvarpið.

„Auðvitað hugsa ég um dóttur mína fyrst,“ sagði hún.  „Ég verð að sætta mig við að viðvaranirnar munu alltaf vera til staðar.“

Williams hefur lent í fleiri áföllum eftir að hún missti dóttur sína. Tveimur mánuðum eftir útför Amber lést unnusti Williams í bílslysi, árið 1998 lést eldri systir hennar af völdum krampasjúkdóms og árið 2009 dró krabbamein eiginmann hennar og föður  hennar til dauða.

Bróðir Amber, Ricky Hagerman, er enn í sambandi við lögregluna og heldur áfram að tala um systur sína.

„Á hverjum degi er hún í huga mér,“ sagði hann við blaðamenn árið 2016.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?