fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Pressan
Laugardaginn 26. apríl 2025 16:30

Það er gott að setja tannburstann í uppþvottavélina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannburstinn er auðvitað hið mesta þarfaþing. Hann kemur að góðum notum við að halda tönnunum hreinum og heilbrigðum en það gleymist oft að hann hefur þörf fyrir smá umönnun sjálfur.

Það þarf auðvitað að þrífa tannburstann því hann verður nú heldur subbulegur ef hann stendur lengi ónotaður. Þú þarft þó ekki að örvænta því það er hægt að þrífa hann á einfaldan og þægilegan hátt með því einu að setja hann í uppþvottavél.

Tannburstinn fer upp í munninn daglega og síðan stendur hann oft, eða liggur, í rökum umhverfi sem er ekki svo huggulegt þegar maður hugsar út í það.

Lausnin er einfaldlega að skella burstanum í uppþvottavélina öðru hvoru. Það er bara að skella honum í hnífaparaskúffuna og láta hann rúlla í gegnum þvottaprógramm með leirtauinu. Þetta hreinsar hann miklu betur en að setja hann undir bununa úr krananum.

Ef þú vilt þrífa hann enn betur, þá er hægt að sjóða vatn, hella því yfir hausinn og láta hann standa í sjóðandi vatninu í eina mínútu. Bakteríurnar leggja hið snarasta á flótta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón