fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 22:00

Hér játar hann morðið í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa kyrkt og barið eiginkonu sína til bana, fór Mark Donovan á pöbbinn og síðan lá leiðin á tvær nuddstofur. Því næst fór hann og keypti sér kínverskan mat og var í óðaönn að borða hann þegar hann gekk inn á lögreglustöð í Ilford í Essex á Englandi og játaði að hafa banað eiginkonu sinni.

Mirror segir að Donovan, sem er 39 ára, hafi ekki játað að hafa myrt eiginkonu sína, hina 37 ára Elsie Mason. Hann bar við sjálfsvörn og sagði að hún hafi hótað honum með hníf og svívirt hann með orðum þennan örlagaríka dag í apríl 2023.

Þegar lögreglumenn fóru að heimili þeirra eftir að Donovan gekk inn á lögreglustöðina, fundu þeir alblóðugt lík Mason á gólfinu. Teppi hafði verið breytt yfir það. Hún var með rúmlega 70 áverka á andlitinu, höfðinu, hálsinum, efri hluta líkamans, handleggjum og fótleggjum. Blóðblettir fundust á veggjum og húsgögnum í íbúðinni.

Saksóknari sagði fyrir dómi að ástarbréf frá nýjum unnusta hennar, hafi fundist við hlið líksins. Sagði hann að líklega hafi Donovan orðið mjög afprýðissamur þegar hann fann bréfið og hafi ráðist á hana. Bréfið hafði verið brotið snyrtilega saman og þykir það benda til að Mason hafi geymt það í handtöskunni sinni.

Verjandi Donovan hélt því fram skjólstæðingur hans glími við andleg veikindi og hafi hugarástand hans litast af því þegar hann banaði Mason. Af þeim sökum ætti aðeins að sakfella hann fyrir manndráp af gáleysi en ekki morð.

Kviðdómurinn tók ekki undir þetta þegar hann kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku og var einróma niðurstaða hans að Donovan hefði myrt Mason.

Dómari kveður upp úr um refsingu hans á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri