fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Þess vegna finnst sumum grænmeti frekar óspennandi matur

Pressan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 20:30

Grænmeti er allra meina bót, eða hvað? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú sért að borða safaríka steik í kvöldmatinn en í raun er þetta plöntufæði sem bragðast jafn vel og alvöru steik.

Hljómar þetta eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu? Kannski, en vísindamenn eru nú komnir nær því en nokkru sinni áður að skilja af hverju mörgum finnst kjöt svo ómótstæðilegt á bragðið og hvernig er hægt að skapa sömu upplifun með plöntufæði.

Í huga margra þá er bragðið og tilfinningin við að borða kjöt eins og einhverskonar hindrun sem kemur í veg fyrir að meira sé borðað af grænmeti. Þetta snýst ekki bara um vana, heldur einnig um líffræði.

Heili okkar og bragðlaukar eru forritaðir til að leita að ákveðnu bragði sem kjöt inniheldur. En hvað ef það væri hægt að búa þetta bragð til í grænmetisfæði?

Í nýrri bók eftir Ole G. Mouritsen, prófessor, og samstarfsfólk hans kemur fram að þau telja að lykillinn að því að fá fólk til að borða meira grænmeti sé að öðlast meiri skilning á því bragði sem finnst í náttúrunni og nota það. News Medical skýrir frá þessu.

Þegar við borðum kjöt, upplifum við flókna blöndu bragðs sem er miklu meira en bara salt og sætt. Umami og koku eru þau efni sem skipta mestu máli í þessari blöndu. Þessi efni eru lykillinn að því af hverjum mörgum finnst grænmeti ekki eins spennandi og kjöt.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef hægt er að láta grænmetisfæði innihalda meira umami og koku, þá verði miklu meira fullnægjandi að borða það.

Það eru sem sagt þessi efni sem gera að verkum að mörgum finnst kjöt miklu meira spennandi matur en grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf