fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Pressan

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Pressan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig er dagurinn þinn að ganga? Hann gekk ekkert svo vel hjá Colleen Lorig um daginn þegar hún ákvað að skella handklæðunum í vél. 

Lorig deildi þvottavélarsögunni á TikTok en hún áttaði sig þegar hún opnaði vélina og ætlaði að hengja handklæðin upp að hún hafði þvegið með heila pakkningu af klósettpappír.

Í myndbandinu má sjá að pappírinn er búinn að klessast við þvottinn og tromluna sjálfa, hvert einasta gat og hólf sem í henni er.

Yfir 300 þúsund hafa horft á myndbandið. 

„Ég átti bara slæman dag, eins og maður á stundum,“ segir Lorig við People. „Það er svo mikið að gerast í heiminum, þannig að dagurinn var kannski ekki þannig slæmur dagur, en virkilega óþægilegur. Ég opnaði þvottavélina og fór svo bara að gráta. Ég hringdi í mömmu mína og grét og hún hló. Og ástæðan fyrir því að ég var að bugast svona er að ég er einstæð móðir og leigan var á gjalddaga,“ segir hún. „Ég borgaði leiguna og keypti mat fyrir mig og börnin. Svo ég var mjög í uppnámi vegna þess að ég hugsaði bara að ég hefði í rauninni ekki efni á meiri klósettpappír núna.“ 

@leenpat On the LORDS DAY?? #fail #cleantok #fyp ♬ original sound – LEEN

Lorig segist eiga gott stuðningsnet sem hafi alveg getað látið hana hafa peninga fyrir kaupum á klósettpappír, og fleira ef þyrfti. Það hafi hins vegar verið röð atburða fram að þessu atviki sem varð til þess að hún bugaðist endanlega.

„Ég keypti pappírinn fyrir nokkrum vikum. Þetta var risastór pakkning, sem ég geymdi fyrir ofan þvottavélina mína og pakkningin var opin. Í hvert skipti sem mig vantaði klósettpappír greip ég bara rúllu. Þannig að þetta bara datt allt niður í þvottavélina. En ég tók ekki eftir því vegna þess að ég var með AirPods í, ég var að sinna húsverkunum,“ segir Lorig sem segist hafa verið með fangið fullt af þvotti þegar hún setti í vélina.

Lorig fékk heilablóðfall fyrir sex árum þegar hún var aðeins 25 ára. Hún var með AVM, sem hún lýsir sem „smá vansköpun á bláæðum og æðum í heilanum sem þú ert með þegar þú fæðist. Þú veist ekki um það fyrr en það springur.“

Þess vegna er hún með takmarkaða hreyfingu í hægri hendinni, sem hún segir hafa gert það að verkum að hún þurfti að nota hökuna til að halda við þvottahrúguna. Bætum við þeirri staðreynd að dagurinn var frekar pirrandi og því tók hún ekkert eftir pappírspakkningunni í vélinni.

Lorig segist geta hlegið að mistökunum eftir á, en hreinsunarferlið á vélinni hafi verið allt annað en skemmtilegt.

 „Þetta tók nokkra klukkutíma. En mamma sagði mér að opna bara vélina og þetta myndi vonandi allt þorna og þannig væri einfaldara að þrífa hana. Og ég gerði það. Ég tók þvottinn út og pappírinn og er búin að vera að hrista hann úr hvað eftir annað. Ég þurfti að byrja á að þrífa allan blauta pappírinn úr, sem var ógeðslegt. Og ég er búin að þvo tóma vél nokkrum sinnum. Einhver stakk upp á því að ég renndi ediki í gegnum þvottinn minn, sem leysti upp restina af pappírnum.“

@leenpat Replying to @pleasenopictures I needed to do this in complete silence #fail #fyp #cleantok #wash #migraine #justagirl ♬ original sound – LEEN

Eins og áður sagði hafa yfir 300 þúsund áhorf verið á myndbandið. Mörgum finnst það fyndið eins og Lorig sjálfri, svona eftir á, en enn fleiri tengja við atvikið. Að maður geti verið svo bugaður yfir einhverju að maður geri einföld mistök eins og þessi. 

Lorig þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af klósettpappírsbirgðum heimilisins því henni voru sendar nokkrar pakkningar eftir að myndbandið hennar fékk þetta mikla áhorf.

@leenpat @Instacart I said it a million time already but thank you a billion times from this single mom🫶🏼 #instacart #singlemom #fyp #cleantok #washday ♬ original sound – songs.2ks

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Pressan
Fyrir 1 viku

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?