fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt sem þú lest er lygi, söng hljómsveitin Maus og á þeim tíma var sennilega töluvert hart til orða tekið. Þetta á þó sífellt betur og betur við eftir því sem upplýsingaóreiða eykst og dreifing falsfrétta verður algengari. Margir hefðu þó haldið að ákveðnum hlutum þurfi ekki að taka með fyrirvara, svo sem atvinnuauglýsingum. Bandaríkjamenn eru þó að uppgötva að ekki einu sinni atvinnuauglýsingum er treystandi. Samkvæmt atvinnumiðluninni Greenhouse er nú um 1 af hverjum 5 atvinnuauglýsingum um starf sem í raun er ekki til. Þetta eru svokölluð draugastörf.

„Þetta er eins og í hryllingsmynd. Vinnumarkaðurinn er mun meira niðurdrepandi en áður,“ sagði forstjóri Greenhouse við fjölmiðla. Draugastörfin svokölluðu eru meira en bara atvinnuauglýsing fyrir starf sem er ekki til. Umsækjendur eru gjarnan teymdir áfram, í gegnum það sem virðist vera hefðbundið ráðningarferli, á asnaeyrunum.

Kona að nafni Serena Dao deildi með miðlinum raunum sínum. Hún var í atvinnuleit og miðaði lítið áfram. Eftir að hafa sent sér rúmlega 260 umsóknir komst hún fimm sinnum í svokallað lokaviðtal. Aldrei var henni þó boðið starf. Hún fór því að velta fyrir sér hvort þessi störf hefðu yfir höfuð verið laus.

Nokkuð hefur verið rætt um þessa þróun í bandarískum miðlum undanfarið. Um er að ræða fyrirbæri sem er sífellt að verða fyrirferðameira. Þegar fyrirtæki vaxa þýðir það fleiri störf. Því eru fyrirtæki farin að setja á svið leikrit. Þau auglýsa störf sem aldrei voru til svo að fjárfestar haldi að staða rekstursins sé betri en hún er. Þar með þykist fyrirtæki vera að fjölga starfsfólki án þess að í raun gera það. Sum fyrirtæki nota þetta einnig til að „gluggaversla“ starfsfólk, eða með öðrum orðum kanna hvort umsækjendur séu betri en starfsfólkið sem er nú þegar að störfum.

Þetta skekkir eins rannsóknir á vinnumarkaðinum og erfitt er að átta sig á því hversu mörg raunveruleg störf eru til staðar. Eins flækir þetta ferlið fyrir fólk í atvinnuleit sem þarf nú að sækja um fleiri störf en ella.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni