fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 03:54

Þessi fallegi Porche var meðal bílanna í hlöðunni. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum finnur fólk ótrúlega fjársjóði, fjársjóði sem eru villtari en villtustu draumar. Allt frá gleymdum listaverkum á rykugum háaloftum til falinna fjársjóða í yfirgefnum byggingum. En fjársjóðir geta leynst hvar sem er og dúkkað upp þegar fólk á enga von á.

Slíkur atburður átti sér einmitt stað nýlega í Alabama í Bandaríkjunum. Þá ákvað ekkja manns, sem lést fyrir 20 árum, skyndilega að opna hlöðuna hans.

Í henni reyndist vera ótrúlegt safn bíla frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum. Enginn hafði séð þá í öll þessi ár og höfðu þeir varla verið hreyfðir síðan þeim var ekið út af færiböndum framleiðendanna.

Konan fékk bílaáhugamanninn og útvarpsmanninn John Clay Wolfe til að skoða safnið og er óhætt að segja að honum hafi litist vel á það. „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð og ég hef unnið við þetta í 31 ár,“ segir hann í myndbandi sem hann birti á YouTube.

Meðal bílanna eru nánast ókeyrður Porsche 911 Carrera 4 frá 1996. Buick Grand National frá 1986 og Corvette Stingray frá 1971.

Þrátt fyrir að bílarnir hafi staðið óhreyfðir lengi, allt að 40 árum, þá eru þeir í ótrúlega góðu standi en það þarf víst að þurrka þykkt ryklag af þeim.

Bílarnir verða fljótlega seldir á uppboði og er reiknað með miklum áhuga safnara sem eiga hér tækifæri til að eignast bíla sem hefur nánast aldrei verið ekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi