fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðsmenn í Kaliforníu þurftu að nota rétt tæplega 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva eld sem kom upp í flutningabíl frá rafbílaframleiðandanum Teslu þann 19. ágúst síðastliðinn.

Þykir þetta til marks um þær áskoranir sem geta beðið slökkviliðsmanna þegar eldur kemur upp í rafbílum.

Eldurinn kom upp eftir að bíllinn lenti í árekstri norðaustur af borginni Sacramento í sumar. Auk þess að dæla vatni á eldinn var eldkæfandi efni sleppt á bílinn úr þyrlu.

Bíllinn sem um ræðir, Tesla Semi, er búinn mjög stórri rafhlöðu sem er margfalt afkastameiri en er til dæmis í hefðbundnari rafbílum eins og Tesla 3 eða Tesla Model S.

Í skýrslu um eldsvoðann segir að hitastigið í eldhafinu hafi náð 540 gráðum. Var vegurinn þar sem slysið varð lokaður í 15 klukkustundir þar til tryggt var að rafhlaðan væri orðin nógu köld til að óhætt væri að fjarlægja hana af vettvangi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum