fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Suðurkóreski herinn óttast nektarmyndir og bregst nú við

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 22:00

Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu hafa miklar áhyggjur af deepfake-klámi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt mál hefur komið illa við marga í Suður-Kóreu að undanförnu. Hafa háskólar, menntaskólar og grunnskólar fundið fyrir þess og nú síðast er það her landsins.

Málið snýst um dreifingu nektarmynda sem eru falsaðar. Þær eru gerðar með aðstoð gervigreindar, svokallað „deepfake-klám“.

Dreifing á slíkum myndum og myndböndum hefur verið mikil um alla Suður-Kóreu að undanförnu í gegnum Telegram. Mörg hundruð manns hafa orðið fórnarlömb mynddreifinga af þessu tagi en þá er saklausum myndum af þeim breytt í klám.

Yonhap-fréttastofan segir að nú hafi suðurkóreski herinn ákveðið að fjarlægja myndir af hermönnum og starfsfólki hersins af heimasíðu sinni og innri samskiptavefum. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði þetta gert því það sé hugsanlega hægt að misnota myndirnar til að búa til klám með aðstoð gervigreindar.

Ráðuneytið skýrði frá því á mánudaginn að 24 hermenn og starfsfólk hersins hefði nú þegar orðið fyrir barðinu á slíkum fölsunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja