fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Sjaldgæft mál er hluti af nýrri þróun í Svíþjóð – „Þær eru mikilvægari en við höldum“

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 07:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítug sænsk kona er hugsanlega táknmynd þróunar sem hefur átt sér stað í blóðugum átökum sænskra glæpagengja. Hún var dæmd í 12 ára fangelsi í síðustu viku fyrir morðtilraun og gróf brot á vopnalöggjöfinni.

Í nóvember á síðasta ári skaut hún fimm skotum í gegnum dyr að íbúð í miðbæ Norrköping en átta manns voru inni í íbúðinni. Ætlunin var að skjóta 19 ára konu úr öðru glæpagengi.

Þetta kemur fram í niðurstöðu undirréttar í Stokkhólmi. Konan var einnig ákærð fyrir morð á 17 ára karlmanni í desember en hún var sýknuð af þeim hluta ákærunnar.

Jótlandspósturinn hefur eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi, að þetta sé sérstakt mál, hvað varðar glæpagengi, því það sé mjög sjaldgæft að konur taki svo virkan þátt í starfsemi þeirra að þær reyni að myrða fólk.

Málið er því mjög athyglisvert því það tengist þeirri þróun, sem hefur átt sér stað varðandi átök sænskra glæpagengja en þau hafa kostað tugi manns lífið, að fleiri konur tengjast alvarlegum afbrotum.

„Maður sér að það eru sífellt fleiri ungar konur sem taka þátt og eru grunaðar um afbrot af þessu tagi,“ sagði Anna Hjorth, saksóknari, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Sausdal er sömu skoðunar og sagði að áður fyrr hafi konurnar aðstoðað frá hliðarlínunni, til dæmis með því að vera tálbeita eða með að geyma eitt og annað, til dæmis skotvopn eða fíkniefni, en nú séu þær í vaxandi mæli í framlínu átakanna.

Fyrrgreind kona hafði aldrei áður hlotið dóm og tilheyrir því þeim hópi innan glæpagengjanna sem er kallaður „grænu konurnar“.

Í umfjöllun sænskra fjölmiðla síðasta haust kom fram að þessar konur gegni stærra hlutverki í stríði glæpagengjanna en áður var talið.

Jale Poljarevius, yfirlögregluþjónn í Stokkhólmi, sagði þá í samtali við Sænska ríkisútvarpið að lögreglan hafi vanmetið þátt kvenna og það séu mistök af hennar hálfu. Hann sagðist telja að konur leiki mjög stórt hlutverk í stríðinu. „Þær eru mikilvægari en við höldum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?