fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fjöldaslátrun á villtum afrískum dýrum framundan

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 18:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Namibíu hafa tilkynnt að til standi að slátra um 700 villtum dýrum vegna vaxandi erfiðleika við að fæða alla þjóðina en í landinu geysa nú mestu þurrkar síðustu 100 ára.

CNN greinir frá þessu. Ætlunin er að slátra meðal annars 83 fílum, 30 flóðhestum, 60 vísundum, 50 antilópum, 100 gnýjum og 300 sebrahestum. Það var ráðuneyti umhverfis- ferða-, og skógræktarmála sem tilkynnti opinberlega um þetta síðastliðinn mánudag.

Atvinnuveiðimenn eiga að fanga dýrin og verður það gert í þjóðgörðum og á svæðum þar sem þykir sjálfbært, miðað við fjölda dýra, að stunda slíkar veiðar.

Neyðarástandi vegna þurrka var lýst yfir í landinu í maí síðastliðnum. Talið er að hálf namibíska þjóðin, 1 og hálf milljón manna, glími við mikinn matarskort vegna þurrkanna.

Segir ráðuneytið að slátrunin muni minnka aðsókn dýra í vatn og verði þau einkum veidd á svæðum þar sem ekki er nægilegt vatn og gróður til að fæða þann fjölda dýra sem lifir þar.

Er ætlunin einnig að draga úr árekstrum milli sérstaklega fíla og manna en í slíkri þurrkatíð aukast líkurnar á auknum núningi þarna á milli þegar fílarnir leita sem víðast að vatni.

Namibía er í sunnanverðri Afríku en í þeim hluta álfunnar eru um 200.000 fílar en hundruðir fíla eru taldir hafa drepist undanfarið ár vegna þurrka.

Fílakjötinu og kjöti af hinum tegundunum verður dreift til þeirra íbúa landins sem glíma við mestan matarskort.

Nú þegar hefur 125 dýrum verið slátrað og kjötinu af þeim dreift til mannfólks í mestri þörf fyrir mataraðstoð.

Lýsti ráðuneytið yfir ánægju sinni með að hægt væri að aðstoða hungraða íbúa Namibíu með þessum hætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol