fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi

Pressan
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 20:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Shane Cyrus-Wikimedia Commons- Shane Cyrus -CC BY-SA 3.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina týndust skæri í verslun á japönskum flugvelli. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að verslunin er nærri brottfararhliðum flugvallarins. Þegar í ljós kom að ekki væri vitað hvar skærin voru var 36 flugferðum aflýst og 201 frestað.

Um var að ræða Chitose-flugvöll á Hokkaaido, næst stærstu eyju Japans. Nánar til tekið týndust skærin í þeirri flugstöð flugvallarins sem þjónar innanlandsflugi.

Öryggisleit á flugvellinum var lokað í tvo klukkutíma á meðan skæranna var leitað. Miklar biðraðir mynduðust við öryggisleitina en á meðan farþegar sem voru ekki búnir að fara í gegnum hana voru látnir bíða voru þeir farþegar sem þegar voru komnir í brottfararsalinn aftur sendir í gegnum öryggisleit.

Á meðan var skæranna leitað. Þau týndust á laugardaginn en eftir nokkra leit fundust þau ekki og ákveðið var að opna öryggisleitina aftur og hleypa farþegum í sín flug. Starfsmaður verslunarinnar fann loks skærin á sunnudaginn.

Ekki var þó tilkynnt fyrr en í gær að skærin hefðu fundist þar sem yfirvöld vildu staðfesta að um væri að ræða nákvæmlega sömu skærin.

Einn ferðalangur sem lenti í töfum vegna ástandsins sagði við japanska fjölmiðla að farþegar ættu enga annarra kosta völ en að bíða en að hann vonaðist eftir meiri vandvirkni af hálfu starfsmanna flugvallarins í framtíðinni.

Öryggi

Annar ferðalangur sagði atvikið enn eitt málið til að hafa áhyggjur af þessa dagana og að hann myndi ekki finna til öryggis fyrr en hann kæmist heim til sín.

Samgönguráðuneyti Japans hefur óskað eftir því við stjórnendur flugvalla á Hokkaido að atvikið verði rannsakað og komið í veg fyrir að það endurtaki sig.

Stjórnendur flugvallarins segja að skærin hafi týnst vegna ófullnægjandi starfshátta í versluninni en að svona atvik sé hægt að tengja við flugrán og hryðjuverk og að séð verði til þess að vinnubrögð þegar kemur að slíkum hlutum á flugvellinum verði bætt.

Á samfélagsmiðlum mátti hins vegar lesa almenna ánægju meðal Japana með viðbrögðin við týndu skærunum og að atburðarásin sýndi það að á umræddum flugvelli væri öryggi í hávegum haft.

Chitose-flugvöllur er einn af fjölförnustu flugvöllum Japans en árið 2022 fóru 15 milljónir farþega um hann.

BBC greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut