fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Ófrísk unglingsstúlka fannst myrt nærri heimili sínu – „Ég fann dóttur mína liggjandi á grúfu“

Pressan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 16 ára gamla Mia Campos yfirgaf heimili sitt í Loganville í Georgíu að kvöldi sunnudagsins 14. júlí, með „óþekktum aðila,“ sagði lögreglan í Gwinnett-sýslu í yfirlýsingu. Nokkrum klukkustundum síðar, snemma morguns 15. júlí, brást lögreglan við tilkynningu um að lík hennar hefði fundist í skóglendi rétt við akbraut nálægt heimili hennar.

Fjölskylda hennar sagði yfirvöldum að þegar þau fundu hana ekki eftir að hún fór að heiman notuðu þau farsímaforrit til leita að henni og fundu þannig lík hennar.  Læknir komst að þeirri niðurstöðu að dauðsfall hennar væri manndráp.

Fyrrverandi kærasti hennar Jesus Monroy, var handtekinn tveimur dögum síðar eftir að hafa gefið lögreglunni falska yfirlýsingu. Hann var í fyrstu ekki ákærður vegna málsins, en nú í vikunni var hann ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir morð, fósturvíg og grófa líkamsárás.

Jesus Monroy

Campos var ófrísk og segir fjölskylda hennar að Monroy hafi verið faðir barnsins. Von var á dreng í september og hafði Campos þegar nefnt ófætt barn sitt Sebastian.

Móðir Campos, Miriam Zarate, segir að hún hafi fundið dóttur sína í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Þegar Campos fannst var líkami hennar bólginn, kaldur og fjólublár og hönd hennar var á kviðnum. „Ég fann dóttur mína liggjandi á grúfu,“ sagði Edward Campos, faðir fórnarlambsins, við Atlanta News First. „Þetta var erfitt. Ég vissi að þetta var eitthvað að – varir hennar, blæðandi nefið,“ sagði hann.

Campos fjölskyldan hefur stofnað söfnun á GoFundMe til að standa straum af útfararkostnaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað