fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Íraska ríkisstjórnin hyggst leyfa körlum að kvænast stúlkum allt niður í 9 ára aldur

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lagafrumvarpi, sem nú er til umræðu í Írak, verður heimilt að gefa stúlkur allt niður í 9 ára gamlar í hjónaband. Frumvarpið hefur vakið hörð viðbrögð í landinu og víða hefur komið til mótmæla. Baráttufólk fyrir réttindum kvenna segir að með slíkum lögum verði „barnanauðganir“ leyfðar.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að síta múslimar, sem eru hið ráðandi afl í íröskum stjórnmálum, hafi í rúmlega áratug barist fyrir því að draga úr réttindum kvenna.

Ólíkt því sem er í nágrannaríkinu Sádí-Arabíu, þá er ekki kerfi við lýði sem kveður á um að konur séu undir ofurvald karla seldar og þurfi leyfi frá karlmanni til að gera næstum hvað sem er. Þær þurfa að fá leyfi frá eiginmanni sínum, föður eða öðrum karlmanni, sem hefur yfir þeim að segja, til að geta tekið stórar ákvarðanir á borð við að ganga í hjónband.

Þessu vilja sítar í Írak breyta og samkvæmt frumvarpinu, sem var samþykkt í fyrstu umræðu á þinginu í síðustu viku, munu trúarleg yfirvöld fá heimild til að taka ákvarðanir varðandi fjölskyldumálefni á borð við hjónaband, skilnað og forræði yfir börnum.

„Þetta er hryllingur fyrir konur,“ hefur The Guardian eftir Raya Faiq, sem sér um samhæfingu aðgerða hópa og samtaka sem eru á móti lagafrumvarpinu. Í þessum hópum eru meðal annars þingmenn.

„Eiginmaður minn og ég, við erum á móti barnahjónaböndum. En ímyndið ykkur ef dóttir mín giftist og eiginmaður hennar vilji gefa dótturdóttur mína í hjónaband á barnsaldri. Samkvæmt nýju lögunum gæti hann gert og ég hefði ekkert um það að segja. Þessi lög lögleiða barnanauðganir,“ sagði hún.

Frá því á sjötta áratugnum hefur fólk þurft að hafa náð 18 ára aldri í Írak til að mega ganga í hjónaband. En samkvæmt könnun sem Unicef, barnahjálp SÞ, gerði, þá ganga 28% íraskra stúlkna í hjónaband áður en þær ná 18 ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Í gær

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Í gær

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki