fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Myrtar með hrottafengnum hætti árið 1996 – Hinn seki fannst loksins 28 árum seinna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. maí árið 1996 hélt kærustuparið Julie Williams, 24 ára, og Laura Lollie Winans, 24 ára, af stað í útilegu í Shenandoah þjóðgarðinum í Virginíu. 

Eftir umfangsmikla leit að parinu fundust lík þeirra 1. júní á tjaldsvæðinu nálægt Skyland Resort. rétt við Appalachian slóðann. Þær höfðu verið keflaðar og bundnar áður en þeim var misþyrmt kynferðislega og skornar á háls.

Parið elskaði að verja tíma sínum í náttúrunni og voru þær mjög spenntar fyrir ferðinni.  Þær héldu af stað í útilegu í Shenandoah þjóðgarðinn 19. maí 1996 og ætluðu að snúa aftur fyrir 28. maí 1996. Þegar parið skilaði sér ekki heim á tilsettum tíma h0fðu fjölskyldur þeirra samband við þjóðgarðsþjónustuna sem sendi landverði til leita að konunum og fundu þeir lík kvenanna.

Gerandinn fannst ekki og málið varð eitt af fjölmörgum óleystum sakamálum (e. Cold Case). Árið 2021 var rannsóknarteymi hjá Alríkislögreglunni (FBI) falið að fara yfir málið. Teymið endurrannsakaði sönnunargögn frá glæpavettvanginum og fundu manninn sem bar ábyrgð á morðinum.

Sá seki reyndist vera Walter „Leo“ Jackson, dæmdur raðnauðgari. „Eftir 28 ár getum við nú greint frá hver myrti Lollie Winans og Julie Williams með hrottafengnum hætti í Shenandoah þjóðgarðinum,“ sagði Christopher R. Kavanaugh, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningu. „Ég vil enn og aftur votta fjölskyldum Winans og Williams samúð mína og vona að tilkynningin í dag veiti þeim smávegis huggun.“

Jackson mun þó ekki þurfa að svara fyrir morðin á parinu því hann lést í fangelsi í mars 2018. Átti hann langan sakaferil, þar á meðal fyrir mannrán, nauðganir og líkamsárásir, að því er segir í tilkynningunni.  Jackson, sem var húsamálari að atvinnu, var þekktur fyrir að heimsækja Shenandoah þjóðgarðinn. FBI mun halda áfram að vinna með samstarfsaðilum lögreglunnar til að komast að því hvort Jackson beri ábyrgð á öðrum óleystum sakamálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik