fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Pressan
Föstudaginn 19. júlí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Craig Johnson taldi sig líklega hafa komist undan lögreglu, enda hátt í 30 ár síðan hann flúði úr fangelsi í Oregon. Líklega var það áfall þegar hann var svo handtekinn á þriðjudaginn.

Þegar Johnson flúði fangelsið í nóvember 1994 hafði hann setið inni í fimm ár eftir að hann var sakfelldur fyrir ítrekað barnaníð. Síðan hann strauk hefur hann verið ofarlega á lista yfir mest eftirlýstu strokufanga Bandaríkjanna enda þóttu miklar líkur á að hann héldi áfram að brjóta gegn ungum drengjum. Ekkert gekk þó að finna hann.

Það hefur komið á daginn að eftir flóttann þá stal Johnson persónuauðkenni barns sem lést árið 1962. Hann varð sér úti um afrit af fæðingarvottorði barnsins og tókst þannig að fá kennitölu í Texas árið 1995. Þremur árum síðar tókst honum jafnvel að fá ökuskírteini.  Hann var handtekinn á heimili sínu á þriðjudaginn, en þar bjó hann undir nafninu sem hann stal, William Cox.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá