fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 15:30

Kyle Clifford. Mynd: Lögreglan í Hertfordshire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla í Bretlandi leitar nú manns að nafni Kyle Clifford sem er grunaður um að hafa myrt eiginkonu og tvær dætur íþróttafréttamannsins John Hunt sem starfar hjá BBC. Er talið að Clifford hafi notað lásboga til að fremja voðaverkið.

Mirror greinir frá þessu. Clifford hefur verið hvattur eindregið til að gefa sig fram en ódæðin voru framin í Hertfordshire, skammt norður af London. Eiginkona Hunt hét Carol Hunt og var eins og hann 61 árs. Dætur þeirra hétu Hannah Hunt, 28 ára, og Louise Hunt, 25 ára.

John Hunt starfar einkum við lýsingar frá kappreiðum og talið er að hann hafi verið að koma úr vinnu í gær þegar hann kom að konu sinni og dætrum á heimili hjónanna í bænum Bushey í Hertfordshire.

Samúðarkveðjur til John og minningarorð um mæðgurnar hafa birst á samfélagsmiðlum.

Lögregla telur að Clifford hafi ráðist sérstaklega á mæðgurnar og því ekki tilviljun að þær hafi orðið fyrir árás hans með þessum skelfilegum afleiðingum.

Vopnaðir lögreglumenn eru meðal þeirra sem leita Clifford en hann er talinn enn vera vopnaður lásboganum.

Mæðgurnar eru allar sagðar hafa verið á lífi þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en með svo alvarlega áverka að þær létust skömmu síðar.

Nágranni hjónanna segir að öskur hafi heyrst frá húsi þeirra í gærkvöldi og stuttu síðar hafi gatan fyllst af sjúkrabílum og lögreglumönnum sem margir hverjir voru vopnaðir og fyrirskipuðu að nágrannar skyldu halda sig innandyra.

Clifford er talinn halda sig einhvers staðar í Hertfordshire eða norðurhluta London. Komi almennir borgarar auga á hann eru þeir eindregið hvattir til að hringja strax í neyðarlínuna en halda sig fjarri honum þar sem talið er að hann sé enn vopnaður lásboganum.

Innanríkisráðherra Bretlands Yvette Cooper segist hafa verið upplýst um málið og hvetur hún almenning til að aðstoða lögregluna eftir fremsta megni.

Nágrannar Hunt-hjónanna og sveitarstjórnarfulltrúar á svæðinu segjast vera í miklu áfalli og að slíkir atburðir séu fáheyrðir í Bushey en þar búa um 28.ooo manns.

Ekki kemur fram í umfjöllun hvort og þá hvernig Clifford, sem er 26 ára gamall, hafi þekkt til Hunt-fjöskyldunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“