fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Pressan

Þerna á hóteli segir að ákveðnir hlutir inni á hótelherbergjum séu ekki þrifnir

Pressan
Föstudaginn 14. júní 2024 04:01

Ekki fylgir sögunni hvernig þrifin eru á The Trump International Hotel. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður skyldi ætla að hótelherbergi séu þrifin af mikilli samviskusemi áður en nýir gestir fá þau til umráða. En svo virðist ekki vera. Að minnsta kosti ekki ef marka má það sem þerna á hóteli einu segir.

Konan, sem heitir Elliana Madrid, birti myndband á TikTok þar sem hún sést í vinnu sinni við að þrífa hótelherbergi. Hún gengur um og bendir á hluti sem henni hefur aldrei verið sagt að þrífa.

Þessir fimm hlutir eru kaffivélin, yfirdýnan, rúmteppið, púðarnir og koddarnir.

Myndbandið vakti strax mikla athygli á TikTok og fékk mörg hundruð þúsund áhorf og mörg hundruð manns tjáðu sig um það.

„Þetta vil ég ekki vita,“ skrifaði einn.

Fólk, sem segist einnig starfa við þrif á hótelum, hefur einnig tjáð sig og staðfest það sem Elliana segir.

„Ég hef unnið við þrif á fimm stjörnu hótelum og get staðfest að þetta er rétt. Notið aldrei glösin. Það er þurrkað af þeim en þau eru aldrei þrifin almennilega,“ skrifaði einn fyrrum hótelstarfsmaður.

„Ég starfaði áður við þrif og við þrifum ekki teppin, bara lökin og handklæðin. Þetta er bara þvegið ef það eru sýnileg óhreinindi,“ skrifaði annar.

En það er auðvitað rétt að hafa í huga að það er eflaust mikill munur á hótelum þegar kemur að þrifum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 1 viku

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi
Pressan
Fyrir 1 viku

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin