fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Metfjöldi flóttamanna kominn til Bretlands á litlum bátum það sem af er ári

Pressan
Miðvikudaginn 29. maí 2024 06:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var met sett hvað varðar fjölda flóttamanna sem komust til Bretlands yfir Ermarsund á litlum bátum. Þá náði fjöldinn 10.170. Á sama degi 2022 höfðu 9.326 komist yfir sundið og á síðasta ári höfðu 7.326 komist yfir sundið á þessum degi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að flestir hafi komið 1. maí eða 711. Má rekja það til þess að í kringum mánaðamótin apríl/maí hefst tímabil þar sem betra er í sjóinn en yfir veturinn og því auðveldara að sigla á litlum bátum yfir sundið.

Rishi Sunak, forsætisráðherra, byggir pólitíska framtíð sína á því að taka á þessum mikla flóttamannastraumi og hefur ríkisstjórn hans meðal annars gripið til þess ráðs að semja við stjórnvöld í Rúanda um að taka við flóttafólki.

Hann hefur boðað til kosninga í byrjun júlí og segir að engir flóttamenn verði sendir til Rúanda fyrr en að þeim afstöðnum. En það er háð því að Íhaldsflokkurinn, flokkur Sunak, sigri í kosningunum því Verkamannaflokkurinn hefur heitið því að slaufa Rúanda-áætluninni algjörlega ef hann kemst til valda.

 Rúanda-áætlunin hefur verið lengi í undirbúningi en Sky News bendir á að ekki sé að sjá að hún hafi neinn fælingarmátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins