fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Metfjöldi flóttamanna kominn til Bretlands á litlum bátum það sem af er ári

Pressan
Miðvikudaginn 29. maí 2024 06:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var met sett hvað varðar fjölda flóttamanna sem komust til Bretlands yfir Ermarsund á litlum bátum. Þá náði fjöldinn 10.170. Á sama degi 2022 höfðu 9.326 komist yfir sundið og á síðasta ári höfðu 7.326 komist yfir sundið á þessum degi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að flestir hafi komið 1. maí eða 711. Má rekja það til þess að í kringum mánaðamótin apríl/maí hefst tímabil þar sem betra er í sjóinn en yfir veturinn og því auðveldara að sigla á litlum bátum yfir sundið.

Rishi Sunak, forsætisráðherra, byggir pólitíska framtíð sína á því að taka á þessum mikla flóttamannastraumi og hefur ríkisstjórn hans meðal annars gripið til þess ráðs að semja við stjórnvöld í Rúanda um að taka við flóttafólki.

Hann hefur boðað til kosninga í byrjun júlí og segir að engir flóttamenn verði sendir til Rúanda fyrr en að þeim afstöðnum. En það er háð því að Íhaldsflokkurinn, flokkur Sunak, sigri í kosningunum því Verkamannaflokkurinn hefur heitið því að slaufa Rúanda-áætluninni algjörlega ef hann kemst til valda.

 Rúanda-áætlunin hefur verið lengi í undirbúningi en Sky News bendir á að ekki sé að sjá að hún hafi neinn fælingarmátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca