fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Sprenglærðir bræður í vondum málum: Stálu 3,4 milljörðum á 12 sekúndum

Pressan
Mánudaginn 20. maí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Anton og James Peraire-Bueno útskrifuðust báðir frá einum virtasta háskóla heims, tækniháskólanum MIT í Massachusetts. Óvíst er hvort sú menntun muni koma þeim að gagni á næstu árum þar sem þeir eiga hvor um sig yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi.

Bræðurnir, annar búsettur í New York en hinn í Boston, voru handteknir í gær vegna gruns um að hafa stolið andvirði 25 milljóna Bandaríkjadala, 3,4 milljörðum króna, í rafmyntinni Ethereum. Þessi stórfelldi þjófnaður tók þá bræður aðeins tólf sekúndur.

Hér verður ekki farið í að útskýra tæknileg atriði á bak við gjörninginn en bræðurnir eru sagðir hafa notað færni sem þeir lærðu í MIT til að nýta sér ferlið sem Etherum notar til að staðfesta viðskipti. Komust þeir þannig inn í færslur og gátu stolið rafmynt sem aðrir með réttu áttu.

Bræðurnir eru svo sagðir hafa gert ýmislegt til að hylja slóð sína og stofnuðu þeir meðal annars skúffufyrirtæki í þeim tilgangi. Í tilkynningu sem bandaríska dómsmálaráðuneytið sendi frá sér kemur fram að Anton og James eigi yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali