fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar og fyrirtækjaeigendur á hinum fjölsótta ferðamannastað Magaluf á eyjunni Majorka eru búnir að fá sig fullsadda af blindfullum breskum ferðamönnum sem bera ekki virðingu fyrir einu eða neinu.

Dæmi eru um að ferðamenn stundi kynlíf úti á götum, fíkniefni ganga kaupum og sölum eins og sælgæti og túristar gera þarfir sínar þar sem þeir standa.

Hefur þetta orðið til þess að yfirvöld hafa ákveðið að skera upp herör gegn ferðamönnum sem haga sér illa á almannafæri. Í Palma, Llucmajor og Magaluf á Majorka og San Antonio á Ibiza, geta ferðamenn átt von á að fá 500 til 1.500 evra sekt ef þeir gerast sekir um ósæmilega hegðun.

Þá hefur verslunum verið bannað að selja áfengi frá klukkan 21:30 á kvöldin til klukkan 8 á morgnana.

„Ástandið hér er ekki gott. Það snýst allt um að drekka og djamma, hér eru engar fjölskyldur. Við þurfum fleiri fjölskyldur. Flestir ferðamennirnir ganga mjög illa um eyjuna okkar. Maður hefur séð hnignunina á síðustu árum,“ segir Sergio Taltavull, sem er eigandi Casa Diego-veitingastaðarins á Magaluf, í samtali við Daily Mail.

Sergio segir að breytingarnar nú séu því til komnar af illri nauðsyn en sjálfur hefur hann verið búsettur á Majorka alla sína ævi. „Yfirvöld eru að reyna og við verðum að sjá hvort þetta virki. Þessi eyja er algjör paradís en við þurfum að breyta þessari ferðamannamenningu.“

Ariana Risquo-Tomops, eigandi Restaurant Pizzeria, tekur undir þetta með Sergio.

„Ferðamenn yfirgefa staðinn án þess að borga, taka fíkniefni inni á klósettunum og eru ágengir – en þetta á auðvitað ekki við um alla,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi