fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Pressan

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Pressan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 11:30

Risastórt árkerfi fannst undir íshellunni. Mynd:José Jorquera (Antarctica.cl), University of Santiago, Chile

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

5.000 loftsteinar gætu verið að sökkva niður í ísinn á Suðurskautslandinu á hverju ári vegna loftslagsbreytinganna. Með þeim hverfa mikilvægar upplýsingar um sólkerfið okkar undir ísinn.

Mörg hundruð þúsund ósnertir loftsteinar eru dreifðir um ísilagt yfirborð Suðurskautslandsins eða liggja rétt undir ísnum. Flestir þessara loftsteina geta gengið okkur algjörlega úr greipum á næstu áratugum því þeir sökkva dýpra niður í ísinn vegna hækkandi hitastigs sem er afleiðing loftslagsbreytinganna.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Climate Change.

Loftsteinar hafa dunið á Suðurskautslandinu í milljónir ára. Flestir þeirra eru nú þegar sokknir djúpt niður í ísinn og sjást aldrei aftur. En á sumum svæðum heimsálfunnar, sem eru þekkt sem „bláís svæði“ losna loftsteinar úr frosnu fangelsi sínu þegar vindur og sól bræða efsta lag íssins. Sumir þessara loftsteina gætu hafa verið undir ísnum í tugi þúsunda ára.

Þessi svæði eru því meðal bestu svæðanna á jörðinni til að leita að loftsteinum. Það eru um 600 slík svæði á Suðurskautslandinu og þekja þau um 1% af yfirborði heimsálfunnar.

Um 50.000 loftsteinar hafa nú þegar fundist á Suðurskautslandinu eða um 60% af þeim loftsteinum sem fundist hafa hér á jörðinni. Flestir þeirra eru mjög litlir en einnig eru nokkrir stórir þeirra á meðal. Í janúar á síðasta ári fundu vísindamenn 7,7 kílóa loftstein þar en það er einn þyngsti loftsteinninn sem fundist hefur hér á jörðinni.

En óháð stærð, þá geta loftsteinar hjálpað vísindamönnum við að kortleggja leyndarmálin um uppruna og þróun sólkerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 6 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum