fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Pressan
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Paricipant Media er að hætta starfsemi, en þetta tilkynnti eigandi fyrirtækisins, milljarðamæringurinn Jeff Skoll, í bréfi til starfsmanna í gær.

Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og kemur ákvörðunin nokkuð á óvart sé litið til velgengni fyrirtækisins á síðustu árum. Alls hafa myndir sem fyrirtækið hefur framleitt fengið 21 Óskarsverðlaun. Tvær þeirra, Green Book og Spotlight, unnu til verðlauna sem besta myndin.

Í bréfi til starfsmanna sagði Skoll, sem stofnaði uppvoðsvefinn eBay á sínum tíma, að miklar breytingar hefðu orðið í kvikmyndabransanum á síðustu árum. Breytingar sem sneru meðal annars að því hvernig myndir eru framleiddar og þeim dreift.

Á þeim 20 árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur fyrirtækið framleitt 135 myndir í fullri lengd, en um helmingur þeirra voru heimildarmyndir. Meðal þeirra má nefna An Inconvenient Truth, Murderball, Food, Inc og Countdown to Zero.

Aðrar þekktar myndir úr smiðju Participant Media:

Good Night, and Good Luck (2005)

Fast Food Nation (2006)

The Kite Runner (2007)

The Cove (2009)

The Informant! (2009)

Contagion (2011)

Lincoln (2012)

Citizenfour (2014)

Beasts of No Nation (2015)

Deepwater Horizon (2015)

The Post (2017)

Roma (2018)

Judas and the Black Messiah (2020)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það