fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“

Pressan
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Gavan Rogers, 26 ára, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa bitið nýfædda dóttur sína. Hann játaði að hafa bitið stúlkuna með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á líkamanum.

Rogers, sem býr í Indiana í Bandaríkjunum, kom með dóttur sína á sjúkrahús. Við skoðun lækna á stúlkunni uppgötvuðust „munnlaga áverkar“ og tannaför. Í yfirheyrslum hjá lögreglunni sagðist Roger hafa bitið hana af því að hún hafi verið „vanþakklát“.

Rogers gerði samning við saksóknara um að játa sök gegn því að hljóta vægari refsingu en ella. Hann þarf að sitja í fangelsi í eitt ár en tvö ár af dómnum eru skilorðsbundin og verður hann undir eftirlit yfirvalda í þessi tvö ár.

Það var í nóvember 2022 sem Rogers og kona komu með tveggja vikna stúlku á sjúkrahús í Indiana. Eins og áður sagði uppgötvuðu læknar þá áverka á stúlkunni, voru þeir á öxlum, framhandleggjum, maga, hné og fótlegg. Þegar Rogers var spurður út í áverkana sagðist hann hugsanlega hafa „kysst hana of fast með opinn munn“.

Starfsfólk sjúkrahús var hikandi við að senda stúlkuna heim með Rogers því það heyrði hann segja hana vera „vanþakkláta“, „illa“, og „litla tík“. Það veitti því einnig athygli að Rogers virtist verða pirraður þegar stúlkan fór að gráta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag
Pressan
Fyrir 1 viku

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026