fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Elon Musk ekki lengur ríkasti maður heims

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, stofnandi Teslu, Space X og fleiri fyrirtækja, er ekki lengur í efsta sætinu yfir ríkustu einstaklinga heims.

Jeff Bezos, eigandi Amazon, er nú kominn á toppinn samkvæmt milljarðamæringavísitölu Bloomberg. Eru eigur Bezos nú metnar á 200 milljarða Bandaríkjadala, 27.600 milljarða króna, á meðan eigur Musk eru metnar á 198 milljarða dala, 27.300 milljarða króna.

Bezos er enginn nýgræðingur á toppi listans því hann var þar síðast árið 2021.

Í þriðja sæti á listanum er Bernard Arnault, eigandi LVMH, en meðal vörumerkja undir félaginu má nefna Louis Vuitton, Fendi, Givenchy, Hennessy, Dom Pérignon og Christian Dior svo örfá séu nefnd. Eru eigur Arnault metnar á 197 milljarða Bandaríkjadala.

Bezos, Musk og Arnault hafa verið í harðri baráttu um efsta sætið á síðustu árum og telja greinendur CNN að sú þróun haldi áfram á næstu misserum. Í fjórða sætinu er Mark Zuckerberg og í 5. sætinu er Bill Gates en þeir eru töluvert á eftir hinum þremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik