fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Bílstjóri sagður hafa kveikt í rútu fullri af börnum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 4. mars 2024 16:30

Eldsvoði í skólarútu 2017 sem er einn af fjölda eldsvoða sem maðurinn er grunaður um að hafa verið valdur að. Mynd/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi skólabílstjóri í Utah í Bandaríkjunum var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir helgi en hans bíða réttarhöld vegna ákæru fyrir að hafa kveikt í tveimur skólarútum en önnur þeirra var full af börnum.

Umræddur maður heitir Michael Austin Ford og er 58 ára gamall. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhaldið, án þess að eiga möguleika á að vera látinn laus gegn tryggingu, á þeim grundvelli að hann væri hættulegur.

NBC greinir frá málinu.

Hann var ákærður fyrir bæði alríkisdómstól og dómstól í Utah. Í þeim fyrrnefnda verður tekin fyrir ákæra vegna íkveikju en í þeim síðarnefnda varðar ákæran íkveikju, ofbeldi gegn börnum og að hindra framgang réttvísinnar.

Saksóknarar segja Ford hafa verið við vinnu sína sem skólabílstjóri þegar hann kveikti í rútu 2022 og svo aftur 2023. Í fyrra skiptið var rútan full af börnum en saksóknurum alríkisins og Utah-ríkis ber ekki saman um hvort þau hafi verið 42 eða 66.

Ekkert barnanna slasaðist en ekki kemur fram á hvaða aldri þau voru.

Ford er sagður hafa ekið rútunni, með börnin innanborðs, áfram eftir að hafa kveikt í henni. Eldurinn breiddist út undir mælaborðinu og reykur fór að streyma um farþegarýmið þar sem börnin sátu. Ford keyrði rútuna hins vegar ótrauður áfram en stöðvaði hana loks þegar börnin fóru að hósta undan reyknum, reyna að hylja andlit sín og kvarta vegna reyksins.

Reyndi að hylja spor sín

Áður en seinni íkveikjan átti sér stað er Ford sagður hafa átt við öryggismyndavélar um borð í rútunni til að varna því að mynd næðist af ákveðnum hluta hennar. Það tókst hins vegar ekki og íkveikjan mun því hafa náðst á upptöku eins og sú fyrri.

Í bæði skiptin er hann sagður hafa tendrað bálið undir mælaborði viðkomandi rútu.

Í seinna skiptið eins og það fyrra var Ford að aka rútunni þegar hann kveikti í henni og eins og í fyrra skiptið fór reykurinn beint framan í Ford án þess að hannn gerði tilraun til að stöðva aksturinn.

Dómarinn sem úrskurðaði Ford í gæsluvarðhald lýsir áhyggjum af andlegri heilsu hans. Saksóknarar segja að auk eldanna 2022 og 2023 hafi Ford viðurkennt að hafa þrisvar sinnum áður kveikt í rútum sem hann var að aka, árið, 2017, 2016 og 2001 eða 2002. Eldsvoðinn 2017 vakti mikla athygli vegna þess hversu mikill hann varð og voru myndbönd af honum sýnd á sjónvarpsstöðvum um öll Bandaríkin en engin börn höfðu verið um borð.

Lögregla segist gruna Ford um að tengjast átta eldsvoðum síðan 2009 en hann hefur eingöngu verið ákærður fyrir íkveikjur vegna eldsvoðanna í rútunum 2022 og 2023.

Ford var sendur í leyfi frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en eftir að hann var handtekinn og ákærður var honum sagt upp störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?