fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Pressan

Lögreglustjórinn dauðþreyttur á agaleysi barna og grípur til sinna ráða

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Chitwood, lögreglustjóri í Volusia-sýslu í Flórída, hefur ákveðið að grípa til sinna ráða vegna ungmenna sem hafa hótað að gera skotárásir í skólum að undanförnu.

Skotárásir hafa verið tíðar í bandarískum skólum á síðustu árum og hefur lögregla ekki haft undan við að bregðast við fölskum tilkynningum um yfirvofandi árásir að undanförnu. Þetta virðist hafa færst í vöxt og segir Chitwood að lögregla hafi eytt gríðarlegum fjármunum og tíma í að rannsaka hótanir sem ekki reyndist fótur fyrir.

Nú hefur Chitwood ákveðið að bregðast við þessu og ætlar hann að birta opinberlega myndir af hverjum þeim sem lögregla handtekur í tengslum við slík mál og skiptir þá engu máli hversu gamall viðkomandi er. Varaði Chitwood foreldra við því að ef börn þeirra gerast sek um afbrot af þessu tagi verði þau nafn- og myndbirt.

„Ef þið viljið ekki ala upp börnin ykkar þá skal ég gera það,“ sagði lögreglustjórinn og bætti við að foreldrar gætu átt von á því að sjá myndir af börnunum sínum á samfélagsmiðlum ef þeir tala ekki um fyrir þeim.

Chitwood tilkynnti þetta í myndbandi í kjölfar handtöku á 11 ára pilti sem hafði hótað að gera skotárás í skólanum sínum. Lögregla lagði hald á hnífa og leikfangabyssur við rannsókn málsins en í yfirheyrslu sagði drengurinn að hann hefði bara verið að grínast. Hafði hann sýnt samnemendum sínum „vopnasafn“ sitt og útbúið lista yfir nöfn þeirra einstaklinga sem hann vildi ná.

Óhætt er að segja að ákvörðun Chitwood hafi vakið athygli en hann segist vera í fullum rétti að birta myndir og nöfn þeirra barna sem handtekin eru. Þeir sem fagna ákvörðuninni hafa sumir kallað eftir því að foreldrar umræddra barna verði einnig nafn- og myndbirtir. Aðrir segja það varasamt að setja ellefu ára börn í gapastokkinn og benda á að foreldrar þeirra ættu frekar að sæta ábyrgð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað
Pressan
Í gær

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“